Vegna Cov19 ástandsins í þjóðfélaginu verður enginn „Bakkasöngur“ þetta árið.
Rotþróahreinsun 2020.
Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðilja Borgarbyggðar á ROTÞRÓM, er hreynsun LOKIÐ í landi Jarðlangsstaða í ár. Næsta losun verður sumarið 2023.
Rotþroahreinsun 2020
Nú liggur fyrir staðfesting frá Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands um að þeir hyggjast hefja tæmingu rotþróa á svæðinu næstkomandi mánudaginn 13. júlí . Við viljum benda sumarhúsaeigendum á að aðgangur að rotþróm sé óheftur, þ.e.a.s. að hugsanlegar læsingar/hlið verði ólæst.
Tæming rotþróa 2020.
Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðila Borgarbyggðar, Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands er líklegt að byrjað verði að tæma rotþrær í næstu viku, sem hefst 13. júlí. Þegar dagsetning liggur endanlega fyrir munum við byrta upplýsingar um það hér á heimasíðunni.
Félagsgjöld fyrir 2020
Sæl verið þið aðilar í Félagi sumarhúsaeigenda við Langá. Félagsgjöld fyrir árið 2020 voru send inn á Heimabanka félagsmanna í gær
Við stefnum á að hafa Aðalfund 29. ágúst. Það verður látið vita síðar, er háð gangi mála varðandi Covid-19 og verður auglýst nánar
á heimasíðu félagsins: jard.is, og á Facebook : Félag sumarhúsaeig. við Langá Þar geta þeir aðilar sem ekki eru komnir þar inn beðið
um vinabeiðni. Einnig kemur auglýsing á Auglýsingaskiltið við ruslagámana.
Bestu kveðjur
Gústa
RUSLAGÁMAR
Að marggefnu tilefni er félögum bent á að AÐEINS HEIMILISSORP Á AÐ FARA Í ÚRGANGS GÁMANA Á SVÆÐI FÉLAGSINS!
Gámastöð Íslenska Gámafélagsins í Borgarnesi auglýsir opnunartíma: İSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ : mánudaga-föstudaga 1400-1800. Laugardaga 1000-1400. Sunnudaga 1400-1800. Símanúmer er gefið: 577 5757
SÍMI 577-5757
Rafmagnsleysi
Rafmagnslaust verður við Tungulæk 14.02.2020 frá kl 17:00 til kl 18:00 Bráðaviðgerð á brotnum staur.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
Mengun í vatnsveitu!
Staðfestur grunur um gerla í neysluvatni í Borgarfirði. mælt með að sjóða allt neysluvatn. Nánar á veitur.is
Vatnsveitan
Tilmæli til eigenda sumarhúsa í landi Jarðlangsstaða frá Veitum
Óvenju mikið vatnsrennsli er nú í gegnum vatnsveitu sumarhúsafélagsins í landi Jarðlangsstaða. Vatnsrennslið hefur verið um 10falt meira en á sama tíma á fyrri árum. Sumarhúsaeigendur eru beðnir að skoða hjá sér sem fyrst hvort vatn sé að leka úr vatnslögn eða hvort einhverjar aðrar skýringar geta verið á þessari óvenju miklu notkun. Komi ekkert í ljós verður að grandskoða alla lögnina til að rannsaka hvar vatn er að fara óhindrað út.
VERSLUNARMANNAHELGIN
Verslunarmannahelgi
laugardagur 3 ágúst
kl 22.00
Mætum á eyrinni niður við
Langá og syngjum og spjöllum
saman. Ekki verður neinn
varðeldur en við höfum með
okkur góða skapið og ef fólk
vill hafa með sér eitthvað til að
sitja á.
Gítarleikari verður á staðnum
og söngvabækur.