RARIK og endurbætur.

RARIK ætlar að styrkja Borgarfjörð

Laugardagur, 22. febrúar 2025

Borgarnes Orkuöryggi verður aukið.

Borg­ar­nes Orku­ör­yggi verður aukið. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Í Borg­ar­f­irði eru nú marg­vís­leg­ar fram­kvæmd­ir boðaðar hjá RARIK, en þær eru meðal ann­ars viðbragð við tíðum raf­magns­bil­un­um á svæðinu á síðustu miss­er­um. Þetta kom fram á fundi byggðaráðs Borg­ar­byggðar í vik­unni þar sem full­trú­ar orku­fyr­ir­tæk­is­ins voru til svara. Að und­an­förnu hef­ur meðal ann­ars verið unnið að styrk­ingu staura á raflínu um Mýr­ar, en þar hafa skemmd­ir verið tíðar í óveðrum.

Af öðru í Borg­ar­f­irði ætl­ar RARIK að styrkja aðveitu­stöð á Vatns­hömr­um í Anda­kíl og reisa nýj­ar slík­ar í Borg­ar­nesi og við Kljá­foss. Þá verða lagðir sterk­ari stofn­streng­ir í héraðinu og raf­kerfi í sum­ar­húsa­byggðum end­ur­nýjað. Þá áform­ar RARIK að ljúka lagn­ingu allra strengja í jörð að heim­il­um og lög­býl­um á næstu fimm árum. sbs@mbl.is