Fundargerð aðalfundar 2017

Aðalfundur  Félags sumarhúsaeigenda við Langá.

  1. júní 2017 í Langárbyrgi, veiðihúsinu við Langá.

Fundurinn er haldinn utanhúss. Formaður setti fund kl: 10.30  og bauð fundarmenn velkomna og gerði að tillögu sinni að Ellen Ingvadóttir  yrði fundarstjóri og Ágústa Guðmundsdóttir ritari. Sem var samþykkt.

Til fundarins var löglega boðað, með tölvupósti, á Facebook, með auglýsingaspjöldum rétt hjá ruslagámum og við afleggjara  við Tannalæk  og einnig á heimasíðu félagsins  „www.jard.is“

Mættir voru á fundinn 24 aðilar sem eru skráðir lóðareigendur   en alls voru mættir 40 manns  Fundarstjóri  kannaði lögmæti fundarins sem hann sagði að væri ekki lögmætur, en leitaði afbrigða og fundurinn skoðast lögmætur.

Minnst var látins félaga Brynjólfs Brynjólfssonar  með mínútu þögn.

Skýrsla stjórnar. Formaður les

Stjórnin hefur haldið einn stjórnarfundi frá síðasta aðalfundi auk þess að hittast óformlega og ræða málin símleiðis.

Eftirfarandi mál hafa verið rædd:

  • Fundargerðir. Fundargerð síðasta aðalfundar.

 

  • Vatnsveita. Málefni vatnsveitu rædd. Enginn hefur bæst við í vatnsveituna frá síðasta aðalfundi.

 

  • Árgjöld. Umræður um árgjöld og lagalegar heimildir til innheimtu árgjalda.

 

  • Framkvæmdir. Framkvæmdir á vegum félagsins ræddar.

 

 

  • Ágreiningur um lóðamörk við Mið-Árás. Eins og fram hefur komið á þrem síðustu ársfundum komu upp ágreiningur um lóðamörk við Mið-Árás sem stjórnin var beðin að hlutast til um. Það er skemmst frá að segja að á síðasta aðalfundi okkar mætti þáverandi byggingarfulltrúi Borgarbyggðar Lulu Munk nokkuð óvænt á fundinn til að árétta það sem hún hafði sagt okkur á ársfundinum 2015 að það yrði farið í deiliskipulagsvinnuna á næstu vikum og í framhaldi færi málið í lögboðna grenndarkynningu. Það hefur því miður ekkert gertst í málinu frá síðasta aðalfundi annað en að Lulu hefur hætt störfum hjá Borgarbyggð en hafið störf hjá Hvalfjarðabyggð sem nýr byggingarfulltrúi þeirra. Lúlú hafði samband við mig símleiðis í apríl sl. og sagðist vera að vinna að málinu og myndi hafa samband við mig þegar þeirri vinnu lyki. Á þessum tíma get ég því miður ekki gefið ykkur nýrri fréttir af gangi mála þar sem Lúlu er í sumarleyfi og svara ekki síma.
  • Facebbok síða Félags Sumarhúsaeigenda við Langá. Við viljum enn og aftur vekja athygli félagsmanna á því að við höfum opnað ‚Fésbókarsíðu‘ um málefni félagsins. ALLIR félagsmenn geta beðið um vinabeiðni inn á Fésbókinni og verður þeim þá bætt við á síðuna.

 

  • Heimasíða félagsins. Við hvetjum félagsmenn til að koma með tillögur að nytsamlegu efni á heimasíðunni en þar er nú m.a. að finna upplýsingar sem snerta félagsmenn, t.d. fundargerð síðasta ársfundarins, opnunartíma gámastöðvarinnar í Borgarnesi og svo framvegis. Einnig er þar að finna veðurupplýsingar í rauntíma, fengnar frá Borgarnesi

 

  • Gámar. Að margefnu tilefni eru notendur sorpgámanna minntir á að aðeins má losa þar almennt heimilissorp. Allur annar úrgangur á að fara með á sorpstöðina við Sólbakka í Borgarnesi. Vísað er á heimasíðuna varðandi opnunartíma.

 

  • Trjáúrgangur. Ekki verður boðið upp á gáma undir trjáúrgang í ár. Gámastöðin í Borgarnesi tekur við slíkum úrgangi.

 

  • Hreinsun rotþróa. Fyrir liggur að næsta rótþróahreinsun verður framkvæmd í sumar.   Þegar nánari upplýsingar liggja fyrir um dagsetningar verður þeim komið fyrir á heimsíðunni okkar.

 

  • Viðhald vega. Búið er að hefla veginn okkar (Nr. 536) einu sinni þetta vorið. Þá er Vegagerðin byrjuð að rykbynda vegi í sveitinni og byrjuðu á dölunum og enda svo hér á mýrunum. Eins og undarnfarin ár verður vegurinn rybundinn frá GÁMAPLANI og upp að JARÐLANGSSTÖÐUM. Þá reiknar Vegagerðin með að næst verði vegurinn heflaður um mánaðarmótin júní/júlí.  Á norðanverðum Tannalækjahól er uppspretta sem hefur verið til vandræða, þó sérstakleg að vetri til vegna íshellu sem þar myndast á veginum og hefur orsakað að bílar hafa runnið út af veginum. Formaður hefur haft samband við Vegagerðina og innt þá eftir því hvort eitthvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir að vatnið „seytli“ yfir veginn. Valgeir verkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi varð fyrir svörum og sagði að á sínum tíma hefði Vegagerðin fleygað í vegkantinn rás fyrir vatnið en hún væri trúlega full af efni nú og því fyndi vatnið sér farveg yfir veginn. Inntur eftir því hvort hægt væri að koma fyrir svelg og leiða vatnið austur yfir veginn, taldi hann alla annmarka á því þar sem þarna væri klöpp sem erfitt væri við að eiga. Hann taldi hins vegar hugsanlegt að dýpka og breikka þar sem þeir hefðu fleygað um árið en það væri ekki á verkáætlun á næstunni en bætti þó við að „Orð væru til alls fyrst“. Formaður hafði þá samband við Orkuveituna og spurðist fyrir hvort hugsanlegt væri að hún hefði notað farveginn undir rafmagnsstreng þegar hann var lagður og það væri þá hugsanleg ástæða þess að vatnið væri að valda okkur vandræðum nú. Orkuveitan telur það líklegt en til að ganga úr skugga um það hefur verið útbúin verkbeiðni um að „Sóna“ vegkantin með tillitil til legu refmagnsstrengsins. Þegar þeirri vinnu verður lokið, hugsanlega um þessa helgi höfum við fyrirhugað að moka upp úr gömlu „fleyguninni“ í von um að það haldi vatninu frá veginum.

 

  • Landsamband sumarhúsaeigenda. Ákveðið var á síðasta ársfundi okkar að segja félagið úr Landsambandi sumarhúsaeigenda. Félagsgjaldið í ár eru því 6.000kr og var lækkaðir um 2.000kr eða sem nam tilleggi hvers og eins til Landsambandsins. Þeir félagar sem áfram vilja vera í landsambandinu er það að sjálfsögðu frjálst, enda félagafrelsi hér á landi.

 

  • Fjarskipti. Eins og fram kom á síðasta aðalfundi frá fulltrúa NOVA á svæðinu, sendi félagið erindi til Byggingarfulltrúa Borgarbyggðar um uppsetningu fjarskiptamasturs á svæðinu. Málið mun vera í ferli.

 

  • Varnir við gróðueldum. Við hvetjum alla félagsmenn enn og aftur um að þeir komi sér upp vatnsslöngu sem nær a.m.k. hringin í kringum hús sín og einnig má benda mönnum á að fáanlegar eru sérstakar „Nornaklöppur“ sem notaðar eru m.a. hjá slökkviliðum við að slá á og slökkva í sinueldum. Bjarni Kr. Þorsteinsson slökkviliðstjóri Borgarbyggðar hefur boðist til að setjast niður með fulltrúm stjórnarinnar og fara yfir brunavarnir sem nýst gætu félagsmönnum. Engin Brunavarnaráætlun liggur fyrir um svæðið okkar en við erum þó eitt af fáum frístundabyggðum sem höfum komið okkur upp brunahana.

 

  • Rekstur sameiginlegra svæða. Landið sem félagið fékk afhent frá Landeigendum Jarðalangsstaða var plægt á síðasta ári með von um að við gætum sáð í það nú í sumar. Því miður er þessi spilda ekki að drena sig sem skyldi og því ekki ráðlegt að sá í hana að svo komnu máli. Haft hefur verið samband við verktaka um hvað hægt sé að taka til ráðs, en væntanleg verðum við að koma á vatnshalla þannig að vatn setjist ekki fyrir eins og nú er.

 

  • Heimabanki og netföng.
    Sendar hafa verið út kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum. En þeir sem eru fæddir fyrir árið 1948 fá einnig senda reikninga í pósti þar sem hugsanlega eru ef til vill færri á þeim aldri með heimabanka.
  • Staða á greiðslum. Innheimt fyrir árið 2016 Kr: 760.835 Kostnaður Kr: 604.730.  Rekstrarafgangur Kr:    105 . Eign á bankabók er 1.410.463kr. Nánari upplýsingar um fjárhag félagsins koma fram í skýrslu gjaldkera.

 

Fyrir hönd stjórnar

Lárus Atlason

Formaður.

 

Skýrsla stjórnar borin upp til samþykktar, og samþykkt samhljóða.

 

  1. Reikningar félagsins.

Gjaldkeri las upp  reikninga félagsins

Reikningur fyrir árið 2016

Innkomnar gr. Félagsgjöld                                        730.000

Inkomnir drv . .                                                                7.154

Vextir af reikningi Landsb.                                           23.681

Samtals      760.835.

 

Gr. Til Landssambands Sumarh.eig                          174.000

Gr v/ fundar                                                                   9.280

Póstur, frímerki Heimasíða                                        33.880

Þjónustugjöld banki                                                     11.295

GámaþjónustaVerslunarmannahelgi                      101.312

Þorkell Guðbrands og Kaupf v/leiksvæði                261.677

Samúðarkveðja- blóm                                                    8.550

Fjármagnstekjuskattur                                                   4.736

Samtals      Kr:     604.730

Rekstrarafgangur                                              Kr:     156.105

Inneign á bók 31.des 2016                                    1.254.358

______________________________________________________________

Vatnsveita. Ekkert heimtaugargjald greitt á árinu            Kr:          0

Vextir –                                                                  Kr:   199.282

Fjármagnstekjusakattur                                     Kr:   –39.856

Inneign  á bók 31. des 2016.   Kr: 5.274.731

 

Reikningar félagsins bornir upp og samþykktir samhljóða.

Reikningur Vatnsveitu borinn upp og samþykktur samhljóða.

  1. Kosning formanns. Lárus Johnsen Atlason gefur kost á sér áfram. Enginn önnur tillaga. Samþykkt samhljóða.
  2. Kosning stjórnar: Samúel Guðmundsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Skúli Guðjónsson  og Arinbjörn Friðriksson gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.   Samþykkt  samhljóða.
  3. Kosning varamanna.. Þorsteinn Ingi Kragh og Guðmundur Björnsson eru samþykktir samhljóða.
  4. Kjörnir skoðunarmenn reikninga Ellen Ingvadóttir og Sigfríður Sigurðardóttir gefa báðar kost á sér áfram. Samþykkt samhljóða.
  5. Rekstrar og framkvæmdaáætlun næsta árs.
  6. Árgjald félagsins. Óbreytt ársgjald Kr. 6.000

 

Lárus gerir grein fyrir því að aðeins liggi fyrir að ganga þannig frá sameiginlegu leiksvæði fyrir börn að það dreni sig, og síðan að sá í það grasfræi.

Ýmsar umræður urðu um leiksvæðið,  Björk finnst staðurinn ómögulegur, það komi svo mikið ryk frá veginum, og að rafmagnslína liggi yfir svæðinu.  Einnig kom tillaga um að setja möl á leiksvæðið.  Erna Nielsen óskar að það verði aftur gámar fyrir trjáúrgang.

Elín Björnsdóttir spyr hvort ekki þurfi samþykki eigenda vegna vegagerðar og viðhalds utan aðalvegar.

Helga Georgs stingur upp á að senda fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna lóðarmála í Miðárás.

Ágúst í Miðmundarhól og Björk  komu með þá tillögu að hver og einn félagsmaður splæsti í 1 bíl af möl í  Jarðlangsstaðaveginn, af því hann sé svo slæmur. Bent var á að það gæfi slæmt fordæmisgildi og tillagan því dregin til baka.

Elín Björns spyr hvort ekki sé hægt að nota af sjóði Vatnsveitu sem er í  rúmar 5,2 milljónir   til lagfæringar á vegi  ( Peningur þessi í Vatnsveitu er einungis eign þeirra sem hafa greitt inntakið)

Ekki er áætlað að greiða til baka nú úr Vatnsveitunni þar sem ótengdar eru 18 lóðir sem búið er að greiða gjaldið fyrir. Þorkell segir að hann viti ekki betur en að gerð hafi verið heimtaug að öllum lóðunum og að miðlunartankur sé bara vesen sem honum finnst ekki koma til greina.

Ellen segir varðandi snjó á vetrum segist Vegagerðin ekki ryðja snjó fyrir sumarbústaðaeigendur, og vill að félagið leitaði samstarfs við Vegagerðina.

Sigurður spyr hvort ekki sé hægt að finna annað leiksvæði þar sem þetta sé bara flag.  Athuga hjá landeigendum, en þegar er búið að leggja í kostnað á þessu svæði sem við fengum til afnota.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 11.15

 

Ágústa Guðmundsdóttir

Fundarritari.