Skýrsla stjórnar 2014

Skýrsla stjórnar Félags sumarhúsaeigend við Langá 2. ágúst 2014.

Síðasti Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 3. águst 2013 en sá fundur var auka-aðalfundur þar sem of fáir mættu á boðaðan aðalfund til að teljast lögmætur.  Í samræmi við Samþykktir félagsins sem og Lög um frístundabyggð telst fundurinn löglegur ef minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.

Stjórnin hefur haldið tvo stjórnarfundi frá síðasta aðalfundi auk þess að hittast óformlega og ræða málin símleiðis.

Eftirfarandi mál hafa verið tekin rædd:

  • Fundargerðir. Fundargerð síðasta auka-aðalfundar var lesinn upp og samþykkt.
  • Vatnsveita. Málefni vatnsveitu rædd ítarlega. Þamþykkt að formaður leiti til lögfræðinga um álit á því hvort skynsamlegt sé að stanfa sér félag um vatnsveitu, en það var tillaga frá Ellen M Ingvadóttur. Það er skemmst frá að segja að stjórnin hefur útbúið drög að Lögum um Vatnsveitufélag sumarhúsaeigenda við Langá ef það er vilji félagsmanna í vatnsveitunni að stofna slíkt félag, en álit lögmanna er það að óþarft sé að stofna sérstakt þar sem nú þegar eru ákvæði um rekstur aðveitur og fráveitu í samþykktum félagins, auk þess heldur að aukið skrifræði og aukinn kostnaður myndi fylgja stofnun sérstaks félags. Í dag er haldið utan um fjárhag vatnsveitunnar/dreyfingarinn sérstaklega.
  • RSK tilkynning. Stjórnin tilkynnti til Ríkiskattstjóra um breytingar í stórn félagsins.
  • Deilur um lóðamörk við Mið-Árás. Til stjórnar leituðu eigendur lóðar við Mið-Árás og kvörtuðu um að gerð hefði verið hnitamælin á næstu lóð og lóðarmerki færð gróflega inn á þeirra lóð. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að mælingin hafði verið gerð eftir nýlegu uppkasti af lóðamörkum en það uppkast mun hafa skekkst við vörpun kortsins á milli tölvukerfa. Stjórning gekk í það að leyta uppi upphaflegar teikningar af Mið-Árási sem fundust fyrir rest suður með sjó og kemur það greynilega fram á þeirri teikningu hver upphaflegu og þar með þinglýst lóðarmörk eru. Til að forðast að ámóta atvik og þetta gerist aftur er það tillaga stjórnar að allir íbúar við Mið-Árás sanmælist um að láta gera GPS hnitamælingar á öllum lóðum sem síðan verði þinglýst. Þetta á raunar við um aðrar lóðir á svæði félagsins, m.a. Stóra-Árás en þar koma fram verulegar skekkjur á nýlegum teikningum sem orsakast af sömu ástæðum, en nýjasta deiliskipulagið á svæðinu sem nær yfir Helluskóga III var allt GPS Hnitamælt og þar eru hnitin skilgreynda á afsali.
  • Auglýsinga-Skiltismál rædd. Fram komu efasemdir um þörf fyrir slíkt auglýsingarskilti eftir að heimasíða félagsins verður komin í loftið. Þorkell og Samúel eru að kanna með að reka niður stálstaur og koma upp skilt við sorpgámana.
  • Hreinsun rotþróa. Skúli hefur sett sig í samband við skolphreinsun suðurlands, en þeir sjá um hreinsun rotþróa á svæðinu. Næsta hreynsun hefur þegar þetta er skifað ekki verið tímasett en samkvæmt nýjustu upplýsingum ætti hún að verða fljótlega eftir verzlunarmannahelgi.
  • Heimasíða. Rætt um hvaða upplýsingar skuli koma fram á heimasíðu félagisns. Samþykkt að setja upp heimasíðu sem fyrst, en því miður hefur dregist að hún lyti dagsins ljós, en það stendur vonandi til bóta þar sem Samúal hefur tekið að sér að fylgja því verkefni eftir.
  • Viðhald vega. Sigríður Bárðardóttir hefur flutt lögheimili sitt í Kópavog en Ívar Þorsteinsson skráður þar í ábúð og því væri ekki hætta á að vegurinn okkar #536 verði ekki áfram viðhaldið.
  • Landsamband sumarhúsaeigenda. Lárus lagði til að stjórn samþykkti að félagið myndi segja sig úr Landsambandi sumarhúsaeigenda þaer sem sambandið virðist lítð vinna fyrir félagið. Stjórnarmenn sammála um að stefna beri að úrsögn úr sambandinu eftir að tillagan hafi verið borinn upp og hlotið brautargengi á aðalfundi félagsins.
  • Fjarskipti. Rætt um að kanna hvort ástæða sé til að þrýsta á fjarskipta fyrirtækin um að setja upp sendi á svæðið. Haft var samband við tæknideild símans og þeir beðnir að kanna málið. Beðið er eftir svari.
  • Niðursetning brunahana. Þorkell staðfesti að brunahaninn yrði settur niður fyrir veturinn.
  • Áætlun vegna gróðurelda. Drög komin út til umsagnar en eins og fram hefur komið í fréttum hefur aðeins ein viðbragðs­áætlun verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. Þetta var haft eftir Víði Reynissyni hjá almannavarnadeild Ríkilögreglustjóra.
  • Rekstur sameiginlegra svæða. Landeigandi var á sínum tíma tilbúinn að láta slíkt svæði af hendi. Formaður hafði sambandi við fulltrúa landeigenda og var tjáð að það tilboð stæði.
  • Málaferli um sinubruna í landi Jarðlangsstaða. Lárus og Samúel kynntu stöðu málaferla.
  • Staða á greiðslum. Innheimt fyrir árið 2013 Kr: 241.000kr. Kostnaður 261.000kr. 7 aðilar hafa ekki greitt, gjaldkeri hringir í viðkomandi.
  • Vegalagfæringar. Rætt um að sumarhúsafélagið sé til aðstoðar eigendum við viðhald vega.
  • Hvatagjald. Stjórnin samþykkti að legga til á aðalfundi að aukagjald upp á 50.000kr við töku á vatni verði aflagt.

Fyrir hönd stjórnar

Lárus Atlason

Formaður.