Fundargerð aðalfundar 2014

Aðalfundur Félags Sumarhúsaeigenda við Langá, haldinn

  1. ágúst 2014 í Edduveröld, Englendingavík, Borgarnesi.

Fundurinn hófst kl: 10.00

Formaður lagði til við fundinn að Samúel Guðmundsson yrði fundarstjóri og fundarritari yrði  Ágústa Guðmundsdóttir  sem hvort tveggja var samþykkt.

Til fundarins var löglega boðað, bæði með tölvupósti og einnig bréflega  sent í pósti.

Mættir voru 39 aðilar sem eru lóðareigendur þannig að fundurinn er lögmætur þar sem yfir 1/3 er mættur á fundinn  og skráðu eigendur  sig í þar til gerða bók og fengu gula miða til að nota í kosningu.

30 aðilar skráðu sig á skrá sem eingöngu var fyrir aðila sem greitt hafa fyrir Vatnsveitu.  Einnig voru þar  umboðsaðilar fyrir 19 atkvæði 7 atkvæði og fyrir 1 atkvæði, og fengu allir svarta miða til að nota í kosningu.

Fyrir fund lögðu efirtaldir aðilar fram umboð

Sigríður Bárðardóttir kt. 030621-3019 (eigandi Jarðlangsstaða)  veitti Þuríði Einarsdóttir kt. 151149-2359 umboð sitt. 19 atkvæði

Jóhannes G. Einarsson Kt: 040464-2189  veitti Fanney Einarsdóttur  Kt: 171053-3749 umboð sitt. 1 atkvæði

Veiðifélag Langár  (Einar Ole Pedersen) veitir Brynjólfi Bryjólfssyni fullt umboð vegna vatnsveitumála.

Eftir að fundarstjóri las upp dagskrá  las formaður Lárus Atlason gerðabók  frá síðasta aðalfundi 3. ágúst 2013  Samþykkt samhljóða.

Skýrsla stjórnar: Lárus Atlason las skýrslu stjórnar.RSK tilkynning. Stjórnin tilkynnti til ríkisskattstjóra breytingar í stjórn félagsins. Auglýsinga-skiltismál. Fram komu efasemdir um þörf fyrir slíkt auglýsingaskilti eftir að heimasíða verður komin í loftið. Þorkell og Samúel eru að kanna með að reka niður stálstaur og koma upp skilti við sorpgáma.Heimasíða. Samúel hefur tekið að sér að fylgja því eftir að koma upp heimasíðu sem fyrst.Landssamband sumarhúsaeigenda. Lárus lagði til að stjórn samþykkti að félagið myndi segja sig úr Landssambandi sumarhúsaeigenda þar sem lítið fæst fyrir þátttöku í landssambandinu og hins vegar mikill kostnaður eða 2.000 kr. á ári á hvert frísdtundarhús. Stjórnarmenn eru sammála um að stefna beri að úrsögn úr sambandinu ef tillagan fær hljómgrunn félagsmanna á aðalfundi félagsins.Niðursetning brunahana. Þorkell staðfestir að brunahaninn verði settur niður fyrir veturinn.Rekstur sameiginlegra svæða   Landeigandi bauð félaginu á sínum tíma slíkt svæði en ekki var gengið frá því af þáverandi stjórn. Formaður hafði samband við fulltrúa landeiganda nýlega og var tjáð að það tilboð stæði enn.Vegalagfæringar Rætt um að sumarhúsafélagið sé til aðstoðar eigendum við viðhald vega. Innkomin Félagsgjöld, og vextir                       Kr:        252.279Rekstrarhalli Kr:     9.241. Vextir –                                                                 Kr:   115.899                           Inneign á bók 31. des 2013.     Kr: 3.662.936Elín Björnsdóttir spyr hvort einhver sér skráður með lögheimili á Jarðlangsstöðum. Elín fær það svar að svo sé. Ívar Þorsteinsson er skráður þar með lögheimili.Kosning stjórnar: Samúel Guðmundsson, Þorkell Guðmundsson, Ágústa Guðmundsdóttir, og Skúli Guðjónsson gefa öll kost á sér áfram. Samþykkt samhljóða.Kjörnir skoðunarmenn reikninga eru áfram kosin Arinbjörn Friðriksson og Sigfríður Sigurðardóttir. Reikningar sumarbústaðafélagsins bornir upp og samþykktir samhljóða.Rekstrar og framkvæmdaáætlun samþykkt samhljóða.Ellen Ingvarsdóttir spyr hvort hægt væri að brúa skurði og útbúa gönguleiðir. Tekið var jákvætt í erindið og málið verður skoðað.Eins og þið vitið þá er í 4. gr í Samþykktum félagsins fjallað um hlutverk félagsins, en þau eru tíunduð sem þessi:

Árgjald félagsins. Lárus telur rétt að við hættum í Landssambandi sumarhúsaeigenda,

Önnur mál.

Reikningur Vatnsveitu borinn upp og samþykktur samhljóða.

Skýrsla stjórnar borin upp og samþykkt samhljóða.

Kosning meðstjórnenda. Þorsteinn Ingi Kragh og Guðmundur Björnsson eru kosnir samhljóða.

Kosning formanns. Lárus Johnsen Atlason gefur kost á sér áfram. Hann er samþykktur með lófaklappi

 

Fjármagnstekjusakattur                                     Kr:   – 23.179

Vatnsveita. Eitt heimtaugargjald greitt á árinu      Kr: 394.023

Inneign á bók 31. des 2013 Kr: 463.973,-

Kostnaður vegna Landssamband, fundir Edduveröld, póstburðargjöld, Umslög Fundargerðarbók, Þjónustugjöld banka Olía á varðeld Fjármagnstekjuskattur                             Samtals Kr:   261.520

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins Ágústa les samantekt

Hvatagjald. Stjórnin samþykkti að leggja til á aðalfundi að aukagjald upp á kr 50.000 við töku á vatni verði aflagt

Staða á greiðslum. Innheimt fyrir árið 2014 Kr: 241.000 Kostnaður 261.000 7 aðilar hafa ekki greitt, gjaldkeri hringir í viðkomandi.

Áætlun vegna gróðurelda. Drögin komin út til umsagnar og eins og fram hefur komið í fréttum hefur aðeins ein viðbragðsáætlun verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundnar vegna fjárskorts. Þetta var haft eftir Víði Reynissyni hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Fjarskipti. Rætt um að kanna hvort ástæða sé til að þrýsta á fjarskiptafyrirtækin um að setja upp sendi á svæðið. Haft var samband við tæknideild Símans og þeir beðnir að kanna málið. Þeirra svar er að við Grímsstaði sé öflugur GSM og 3G sendir sem ætti að sjást víða að og í Borgarnesi er GSM 3G og 4G sendar sem einnig ættu að dekka hluta svæðisins upp með Langá í svari þeirra kemur einnig fram að ef mjög mikið af fólki er á svæðinu getur þá myndast álag á sendana . Sem stendur er ekki nein vinna á dagskrá á svæðinu til að stækka senda þar sem nýlega var bætt við 4G sambandi. Til að bæta gagnasamband getur hjálpað að setja upp 3G router með útiloftneti því innisamband til gagnasamskipta er sjaldnast gott nema tiltölulega nálægt sendi og í sjónlínu við hann.

Viðhald vega Sigríður Bárðardóttir hefur flutt lögheimili sitt í Kópavog en Ívar Þorsteinsson er skráður með lögheimili á Jarðlangsstöðum og því er ekki hætta á að vegurinn okkar 536 verði ekki áfram viðhaldið sem sveitavegi að lögbýli.

Hreinsun rotþróa. Skúli setti sig í samband við Skolphreinsun Suðurlands en þeir sjá um hriensun á svæðinu, þeir reikna með að vera á ferðinni rétt eftir Verslunarmannahelgi.

Deilur um lóðamörk við Mið-Árás. Til stjórnar leituðu eigendur lóða við Mið-Árás og kvörtuðu um að gerðar hafi verið hnitamnælingar á næstu lóð og lóðarmerki færð gróflega inn á þeirra lóð Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að mælingin hafi verið gerð eftir nýlegu uppkasti af lóðarmörkum en það uppkast mun hafa skekkst við vörpun kortsins á milli tölvukerfa. Stjórnin gekk í það að leita uppi upphaflegar teikningar af Mið-Árási sem fundust suður með sjó hjá einum af fyrstu ábúendum götunnar, það kemur greinilega fram á þeirri teikningu hver upphaflegu og þar með þinglýstu lóðarmörkin eru . Til að forðast að ámóta atvik og þetta gerist aftur er það tillaga stjórnar að allir íbúar við Mið-Arás sannmælist um að láta gera GPS hnitamælingar á öllum lóðum sem síðan verði þinglýst. Þetta á raunar við um aðrar lóðir á svæði félagsins m.a. Stóra-Árás en þar koma fram verulegar skekkjur á nýlegum teikningum sem orsakast af sömu ástæðum, en nýjasta deiliskipulagið á svæðinu sem nær yfir Helluskóga III var allt GPS hnitamælt og þar eru hnitin skilgreind á afsali.

Málefni Vatnsveitu ítarlega rædd. .Lárus gat þess m.a. að Ellen Ingvarsdóttir hafi komið með tillögu á síðasta aðalfundi að stofna nýtt félag fyrir Vatnsveitu og setja í svokallað félagsform Lárus kannaði málið hjá lögfræðingum og fékk álit lögmanna að það sé óþarft, kostnaðarsamara og meira skrifræði í kringum það, en fjárhagur Vatnsveitu er alveg sér og ekki tengdur félagsreikningnum.

Gerð og rekstur á sameiginlegum svæðum í frístundabyggðinni, svo sem leiksvæðum og o.þ.h.

Gerð og rekstur á sameiginlegum vatnsveitum og fráveitum.

Gerð og viðhald sameiginlegra girðingar um svæðin.

Uppsetning og rekstur öryggiskerfa.

Að setja almennar samskipta og umgengnisreglur innan frístundabyggðarinnar.Þorkell segir margt fróðlegt koma fram á þessum fundum hjá Landssambandi sumarhúsaeigenda Árgjald félagins Kr: 8.000 á ári samþykkt 24-0Kosning um að halda áfram innan félagsins með Vatnsveitu samþykkt 23-066 lóðir eru tengdar og 46 lóðir tengdar Elín Björnsdóttir telur það mannréttindabrot ef ekki verður greitt til baka það sem búið var að ákveða í byrjun vegna kaupa á vatnsinntaki. Þrír aðilar hafa greitt hærra gjald með neysluvísitölu. Tillaga er um að greitt verði til baka.Tillaga stjórnar með að fella 50 þúsund króna stofngjald niður felld 11-32. Við þurfum því að leyta til þeirra sem fengu vatnið síðast inn og láta þá borga þessar 50.000.-kr hvern um sig!Tillaga um að breyta í Félag sumarhúsaeiganda við Langá í landi Jarðlangsstaða. Taka Stangarholts út. Tillagan samþykkt. Brenna . Formaður sótti um leyfi til að halda brennu. Það var samþykkt og kostaði liðlega 14.000 kr. Safngámur. Spurt var hvort vilji væri fyrir safngámi, Málið aðeins rætt. Svona gámur tekur lítið miðað við allan okkar skóg og afklippur og er mjög kostnaðarsamt dæmi.. Vatnsgjald. Einn aðili í salnum H.J. spurði hvort ekki þyrfti að fá sanngirni í Vatnsgjaldið okkar. Tillaga um að fá lækkun á gjaldi vegna okkar kostnaðar við lögnina. Rætt um að beina því til Landssambands sumarhúsaeigenda að tala við Orkuveituna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 12.10

Kurlari. Spurt var um Kurlara. Það dæmi er mjög kostnaðarsamt og vandmeðfarið. Hættulegt.

Rotþró. Skúli Guðjónsson hafði samband við hreinsunarmenn og þeir koma á miðvikudag eftir verslunarmannahelgi og byrja . Talað var um það í upphafi að hreinsað yrði á 2-3 ára fresti.

Ellen Ingvarsdóttir spyr hvort fólk í landi Stangarholts hafi sótt um vatn í okkar félag, svar: Það hefur ekki verið gert.

Lóðamerkingamál. Punktar voru vitlausir Tillaga um að hnitsetja allar lóðir, sumarbústaðafélagið kanni kostnað við að hnitsetja. Samþykkt.

Fyrirspurn vegna stofnfélaga frá Brynjólfi Brynjólfssyni 1. ágúst 2010 kom tillaga frá þáverandi Vatnsveitunefnd að hækka stofngjaldið um 50-100 þúsund krónur. Tillagan kom þá frá Þorkeli um vísitölutrygginguna.

Arinbjörn Friðriksson leggur til að þar sem ekki eru allir tengdir ennþá verði frestað ákvörðun í 3 ár með að greiða til baka úr Vatnsveitusjóðnum. Þar til fleiri hafa tengst. Tillagan samþykkt 52-2. Hér skráði ég hjá mér að samþykkt hafi verið að leggja tillöguna um endurgreiðsu á ÍS þar til a.m.k. 85% þáttakenda í vatnsveitunni yrðu komnir með tengingar, ég skráði ekki árafjölda!

Nokkrar umræður urðu um brunann sem varð á Helluskógi lll og lóðunum sem Sigríður Bárðardóttir keypti 20 vatnsinntök og Tungulækur er með 2 inntök og loksVeiðihúsið með sjöfalda þáttöku en 1 inntak.

Hluthafar í Vatnsveitu Inneign nú í ágúst 2014 er Kr: 4.354.916 Lagt er til að skilja eftir 1 milljón og greiða til baka eins og rætt var í byrjun Kr: 2.700.000 endurgreiðslu upp á ca 30.000,- pr hvern aðila í vatninu . Ásgeir er enn ótengdur.( Þórhalllur Guðmundsson Lágiskógur 1 er enn ótengdur ég mundi það ekki á fundinum, )

Ásgeir Ólafsson spyr hvort ekki sé Vatnsveitunefnd. Hann fær þau svör að Samúel Guðmundsson stjórni Vatnsveitu en stjórn sumarhúsafélagsins sé með Samúel í þeirri nefnd.

Ellen stingur upp á að við bíðum í 1 ár með að segja okkur úr félaginu og formaður fari á fund hjá L.S. til að fylgjast með hvað þar er rætt. Samþykkt 19-6

Það sem Þuríður segir er væntanlega tilvitnun hennar í 19. gr laganna en hún fjallar um hlutverk félags, en einmitt í fyrstu gr. segir: „Lagningu og viðhald akvega og göngustíga að og innan svæðis.“ Þessi grein var ekki tekinn upp í samþykktir okkar sem slík en eftir að hafa fengið skýringu frá formanni Landsambands sumarhúsaeigenda og lögmanni er það alveg klárt að hver og einn vegur er á ábygð þeirra sem við hann búa, EKKI FÉLAGSINS. (Þuríður Einarsdóttir segir að í lögum komi fram að félögin greiði sameiginlega veg eða afleggjara að húsum sínum og nokkrir í sumum tifellum saman með veg. En Lárus skýrði frá því sem lögfræðingur sagði honum að Það megi líta á þetta eins og tré. Stofninn er Vegagerð eða Bæjarfélag en allar greinar út frá stofninum sjái hver og einn um sjálfur.)   Skoða vel Kannski sleppa