Færslusafn eftir: admin

Brunahani.

Að gefnu tilefni er félagsmönnum bent á að á svæði okkar er BRUNAHANI og staðsetning hans er við hlið aðalvegarins #536, að austanverðu þar sem háspennulína leggur yfir veginn. Búið er að prufa hann nýverið.

Grábrókarveita útskolun aðveitulagnar dagana 26 apríl til 7 maí

Mánudaginn 26 apríl verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu er liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.

Þessa útskolun er gerð að jafnaði á þriggja mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni.

Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 26 apríl til 7 maí.  Þeir íbúar sem búa Borgarnesmegin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 3 maí og þá til 7 maí.

Á verktímanum má búast við lægri þrýsting á kaldavatninu og einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.

Veitur vona að viðskiptavinir sýni okkur þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar.

Kær kveðja,

Gissur Þór Ágústsson

Sérfræðingur í rekstri vatns-, hita- og fráveitu
Vatnsveita og fráveita / Veitur

Vatnsveita.


Vegna jarðskjálftanna höfum við slökkt á dælum vatnsveitu í Grábrók. Vatnsbólið þar er viðkvæmt fyrir skjálftum en vatnið getur gruggast við þá. Við viljum koma í veg fyrir að það berist inn á kerfið.

Af þessum sökum geta viðskiptavinir Bifröst, Varmalandi, Munaðarnesi og í sumarhúsahverfum milli Grábrókar og Borgarness fundið fyrir lægri þrýstingi á kalda vatninu eða jafnvel vatnsleysi næstu klukkustundirnar.

Við munum uppfæra vefinn okkar í dag og hvetjum þig til að fylgjast með hér : https://www.veitur.is/truflun/kaldavatnslaust-eda-litill-thrystingur-i-grabrokarveitu

Kær kveðja,

starfsfólk Veitna

Vatnsveitu vandamál.

Kæru félagar sem eruð einnig í vatnveitufélaginu.
Nú virðist það hafa gerst aftur sem gerðist fyrir tveimur árum, en þá fraus í vatnlögninni, þannig að vatnlaust var á stórum hluta Tannalækjarhóla í ca. 3 mánuði. Á þeim tíma vissi ég að auk okkar sem erum í Tannalækjarhólum au8 var einnig vatnslaust hjá Birgi Guðmundssyni í Tannalækjarhólum au7.
Síðar komst ég að því að það hafði orðið vatnslaust hjá Arnari Ingólfssyni sem er með hús norðaustan megin á hæðinni. Arnar hélt á sínum tíma að það hefði verið heimæðin hjá sér sem hafi frosið og gerði ekkert frekar í málinu. Kannski voru fleiri í sömu stöðu þá án þess að félagsmenn fengju að vita af því. Á sama tíma var ekki vatnslaust hjá Gústu og Sissa í Rjóðri í T ve1-2. Þess vegna eru líkur til að frosttappinn hafi verið einhver staðar á milli þeirra og Arnars
Nú hef ég staðfestar fregnir af því að það varð vatnslaust í síðustu viku í T au7 uppi á hæðinni hjá Sæunni Kolbrúnu Guðmundsdóttur, hjá Berki Aðalsteinssyni í T ve6 og okkur í T au8.
Um leið og ég vil vara ykkur við hættunni á að eitthvert ykkar sem eigið hús á þessu svæði gætuð lent í að mæta í vatnslaust hús, að hvertja ykkur til að tékka á ykkar húsi sem allra fyrst og láta okkur hin vita hvort þið eruð með rennandi vatn eða ekki.
Slíkar upplýsingar geta hjálpað okkur við að þrengja svæðið sem frosttappann getur verið á og þannig verður mögulega hægt að grafa þetta upp og lagfæra til framtíðar með lágmarks tilkostnaði.
Bestu kveðjur,
Arinbjörn í Bræðratungu, T au8.

Trjáklippingar við einkavegi/heimreiðar.

Verktaki hafði samband við félagið og spurðist fyrir hvort við héldum að áhugi væri fyrir því að hann kæmi sér upp vélarkosti til klippingar á trjám við einkavegi og heimreiðar þar sem gróður væri hugsanlega farinn að hamla eðlilegri bílaumferð. Vegagerðin notar svipaðan búnað á vegi t.d. Jarðlangsstaðaveg No. 536.

Ef fólk telur hugsanlega þörf á þessari þjónustu þá endilega sendið okkur nótu!

Stjórnin.

Vatnsveita, áframhaldandi viðhald.

Okkur er tilkynnt að áfram verði unnið að viðhaldi á vatnsveitu nú þessa vikuna. Framkvæmdir verða í dag og og 1 til 2 daga í vikunni, en áformuð verklok eru n.k. föstudag eftir lokun matvinnslufyrirtækja sem tengd eru vatnsveitunni.

Vatnsveita viðhald.

Orkuveitan hefur upplýst okkur um að til standi að skola út dreyfikerfi hennar. Framkvæmdir munu hefjast nú um helgina og standa út alla næstu viku. Viðbúið er að við getum orðið vör við truflanir á á flæði og þrýsting á meðan viðhaldið fer fram.

Lagfæringar á dreni við veginn yfir Tannalækjahól.

Búið er að grafa drenlögn í brekkunni við Tannalækjahól norðanverðum og er það von okkar að með þessu aðgerðum verði komið í veg fyrir að íshella myndist á veginum þarna í brekkunni, eins og oft hefur gerst á vetrum og margir hafa lent þarna í erfiðleikum. Ástæða þessa vatnsflaums er trúlega vatnsuppspretta þarna nærri vegakantinum

Ljósleiðarvæðing í landi Jarðlangstaða.

Kæru félagar.
Félagið LJÓSBORG, sem er er félag í eigu Borgarbyggðar og sér um ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð hyggjast hefja framkvæmdir á okkar svæði fljótlega og koma hingað úr norðri, „Þórdísarbyggð“ , en þar hafa 15 frístundahús nú þegar pantað tengingu að sögn félagsins (Stangarholts byggð). Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðunni www.ljosborg.net og þar er einnig hægt að nálgast umsóknarblað. Grunngjald er ca. 250.000.- kr + tilfallandi kostnaður. Endanlegt gjald ræðst af fjölda tenginga á svæðinu!, en aðeins Lögbýli og starfandi félög eru gjaldgeng fyrir lagningarstyrkjum. Einn einstaklingur er búinn að panta í Jarðlangsstaðalandi þegar ég ræddi við fulltrúa LJÓSBORGAR.
Ég hvet því félagsmenn að kynna sér uppýsingar sem er að finna á heimasíðunni www.ljosborg.net.
Með bestu kveðjum
Lárus Atlason
formaður