Fundargerð aðalfundar 2018.

Aðalfundur  Félags sumarhúsaeigenda við Langá.

  1. júní 2018 í Langárbyrgi, veiðihúsinu við Langá.

Formaður setti fund kl: 10.00  og bauð fundarmenn velkomna og tilkynnti fundinum að hann hefði ætlað að stinga uppá Ellen Ingvadóttur sem fundarstjóra, en hun forfallaðist á síðustu stundu og sendi fundinum sinar bestu kveðjur. Í staðinn gerði formaður að sinni tillögu að Samúel Guðmundsson yrði fundarstjóri i hennar stað og Ágústa Guðmundsdóttir ritari fundarins. Tillaga formans samþykkt.

Til fundarins var löglega boðað, með tölvupósti, á Facebook, á nýuppsettu auglýsingaskilti rétt hjá ruslagámum og einnig á heimasíðu félagsins  www.jard.is

Mættir voru á fundinn 26  manns  Fundarstjóri  kannaði lögmæti fundarins sem hann sagði að væri ekki lögmætur, en leitaði afbrigða og fundurinn skoðast lögmætur.

1. Skýrsla stjórnar.

Stjórnin hefur ekki haldið formlegan stjórnarfundi á starfsárinu eða frá síðasta aðalfundi, en stjórnarmenn hafa hist og rætt málin óformlega auk þess sem mál félagsins hafa verið rædd símleiðis.

Eftirfarandi mál hafa verið rædd:

  • Fundargerðir. Fundargerð síðasta aðalfundar. Má sjá á www. jard.is

 

  • Vatnsveita. Málefni vatnsveitu rædd. Enginn hefur bæst við í vatnsveituna frá síðasta aðalfundi. Það kom hins vegar fyrir nú í vetur að nokkrir urðu vatnslausir vegna þess að lagnir frusu. Ástæða þess mun vera sú að á kafla í vetur voru miklar frosthörkur um langan tíma og þar sem lagnir frusu lá lögnin ekki nægjanlega djúpt m.a. vegna klappa. Það liggur því fyrir að huga verður að þessum lögnum nú í sumar svo ekki komi upp álíka vatnsleysi og gerðis hjá nokkrum aðilum s.l. vetur.

 

  • Árgjöld. Umræður um árgjöld og lagalegar heimildir til innheimtu árgjalda.

 

  • Framkvæmdir. Framkvæmdir á vegum félagsins ræddar.
  • Facebbok síða Félags Sumarhúsaeigenda við Langá. Við viljum enn og aftur vekja athygli félagsmanna á því að við höfum opnað ‚Fésbókarsíðu‘ um málefni félagsins. ALLIR félagsmenn geta beðið um vinabeiðni inn á Fésbókinni og verður þeim þá bætt við á síðuna.

 

  • Heimasíða félagsins. Við hvetjum félagsmenn til að koma með tillögur að nytsamlegu efni á heimasíðunni en þar er nú m.a. að finna upplýsingar sem snerta félagsmenn, t.d. fundargerð síðasta ársfundarins, opnunartíma gámastöðvarinnar í Borgarnesi og svo framvegis. Einnig er þar að finna veðurupplýsingar í rauntíma, fengnar frá Borgarnesi.

 

  • Gámar. Að margefnu tilefni eru notendur sorpgámanna minntir á að aðeins má losa þar almennt heimilissorp. Allur annar úrgangur á að fara með á sorpstöðina við Sólbakka í Borgarnesi. Vísað er á heimasíðuna varðandi opnunartíma. Félagið hefur komið fyrir skilti við gámana þar sem nánari upplisýngar er að finna. Eins og glöggir hafa vafalítð tekið eftir þá hefur þriðji  gámurinn bæst í hóp þeirra tveggja sem fyrir voru.

Í síðustu viku fengum við tölvupóst frá Verkefnastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar þar sem hún segir m.a.:

Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma endurvinnslugámum fyrir á gámasvæðum við stærstu sumarhúsahverfin þar sem aðstaða er til staðar.

Um er að ræða ílát fyrir hefðbundinn endurvinnsluúrgang frá heimilishaldi s.s. pappír,plast, ál og pappa. Upplýsingar um hvað ber að flokka í þetta græna ílát og leiðbeiningar má sjá í viðhengi og á heimasíðum Íslenska Gámafélagsins og Borgarbyggðar. Þá eru leiðbeiningar á gámunum sjálfum.

 

Það er ósk okkar að þið getið komið þessum upplýsingum á framfæri við ykkar tengiliði í frístundahúsunum, því nú er loksins komið að því að notendur þeirra eigi kost á að flokka úrgang jafnvel þótt þeir séu í sumarleyfi. Látið verður reyna á þetta fyrirkomulag við stærstu hverfin í fyrstu en áhugasamir flokkarar í minni hverfum geta að sjálfsögðu nýtt sér þessa staði.

 

  • Trjáúrgangur. Jarðlangstaðabændur hafa fest kaup á trjákurlara sem staðsettur verður ca. 100 metra á vinsti hönd áður en komið er að innkeyrslunni að bænum. Verið er að vinna að nánari útfærslu á m.a. kostnaði við þá vinnu. Þá er einnig tekið á móti trjáúrgangi í Gámastöðin í Borgarnesi. Félagið kannaði verð á trjákurli á tveim stöðum. Hjá Hvammi í Skorradal kostar 1m3000.- kr., og hjá Gæðamod í Gufunesi kostar 1m3  15.000.- kr., en 60 lítrar eru seldir á 1.500.- kr.

 

  • Hreinsun rotþróa. Rotþrær voru hreinsaðar á síðasta sumri.

 

  • Viðhald vega. Haft var samband við Valgeir verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarnesi og sagðist hann ætla að skoða aðstæður í Jarðalangsstaðavegi í byrjun júní. Þá ætlar hann einnig að kanna vatns uppsprettuna í norðanverðum Tannalækjarhól og hugsanlega beina rennsli hennar austur fyrir veg í röri sem fleygað yrði niður, þvert á veginn. Trjá klippingar meðfram veginum voru gerðar af Vegagerðinni. Það verður ekki farið með þungar vegavinnuvélar á veginn fyrr en ástand vegarins batnar eftir langvarandi rigningar þar sem af er vori.

 

 

  • Varnir við gróðueldum. Við hvetjum alla félagsmenn enn og aftur um að þeir komi sér upp vatnsslöngu sem nær a.m.k. hringin í kringum hús sín og einnig má benda mönnum á að fáanlegar eru sérstakar „Nornaklöppur“ sem notaðar eru m.a. hjá slökkviliðum við að slá á og slökkva í sinueldum. Bjarni Kr. Þorsteinsson slökkviliðstjóri Borgarbyggðar hefur boðist til að setjast niður með fulltrúm stjórnarinnar og fara yfir brunavarnir sem nýst gætu félagsmönnum. Þá tjáði Bjarni formanni að hjá Mannvirkjastofnun og Sveitarfélaginu væri lítill áhugi á forvörnum í sumarhúsalöndum. Engin Brunavarnaráætlun liggur fyrir um svæðið okkar en við erum þó eitt af fáum frístundabyggðum sem höfum komið okkur upp brunahana. Nú hefur verið opnaður nýr vefur á netinu grodureldar.is og er eins og nefnið bendir til, er það um Gróðurelda, Forvarnir og Viðbrögð. Við hetjum alla félaga til að skoða hann nánar.

 

  • Rekstur sameiginlegra svæða. Landið sem félagið fékk afhent frá Landeigendum Jarðalangsstaða var plægt og í það var sáð. Það er því miður svo að þessi tilraun virðist ekki ætla að heppnast því þarna safnast mikið vatn og er nánast einn stór forar-pittur. Við höfum nú þegar sett í þetta nokkurn pening og tel ég það óráð að leggja meiri pening í þessa tilraun.  Útlagður kostnaður félagsins í þetta land  árið 2016 Kr: 252.960 og árið 2017 Kr: 75.767.  Formaður hefur viðrað það við Jarðalangsstaðabændur hvort hægt væri að fá aðra spildu sem ekki væri með sama marki brennd!

 

 

  • Heimabanki og netföng.
    Sendar hafa verið út kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum. En þeir sem eru fæddir fyrir árið 1949 fá einnig senda reikninga í pósti þar sem hugsanlega eru ef til vill færri á þeim aldri með heimabanka.

 

  • Staða á greiðslum. Innheimt fyrir árið 2017 Kr: 546.000 og 32.000 kr frá fyrra ári. Kostnaður Kr: 168.173.  Rekstrarafgangur Kr:   950 . Eign á bankabók um áramót er 1.836.413 kr. Nánari upplýsingar um fjárhag félagsins koma fram í skýrslu gjaldkera.

 

Fyrir hönd stjórnar

Lárus Atlason

Formaður.

Skýrsla stjórnar samþykkt samhljóða.

  1. Ársreikningur félagsins

Gjaldkeri las upp reikninga félagsins og Vatnsveitunnar.

Innkomin gr. Félagsgjöld  2017                       546.000

Gr. félagsgj. v 2016                                               32.000

Inkomnir drv . .                                                       5.615

Vextir af reikningi Landsb.                                  10.508

594.123

Gr v/ fundar Langárbyrgi  kaffi kleinur               -7.280

Póstburðargjöld.                                                    -7.800

Heimasíða                               –                             -29.359

Þjónustugj banki, uppfærsla innh.                     -45.865

Vinna við leiksvæði, áburður og tæting            -75.767

Fjármagnstekjuskattur                                          -2.102

Samtals   Kr:       168.173.

Rekstrarafgangur                                     Kr:   + 425.950

Inneign á bók 31.des 2017                              1.836.413

Vatnsveita

Engar hreyfingar á reikningi Vatnsveitu nema vextir og fjármagnstekjuskattur.

Innkomnir vextir                                                Kr:    157.555

Fjármagnstekjuskattur                                      Kr:    -31.511

Inneign á bankabók Vatnsveitu 31.12.2017  Kr: 5.360.919

Reikningar félagsins bornir upp og samþykktir samhljóða.

Reikningur Vatnsveitu borinn upp og samþykktur samhljóða.

  1. Kosning formanns. Lárus Johnsen Atlason gefur kost á sér áfram. Enginn bauð sig fram á móti honum svo hann er sjálfkjörinn. Samþykkt samhljóða.
  2. Kosning annara stjórnarmanna: Samúel Guðmundsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Skúli Guðjónsson  og Arinbjörn Friðriksson gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.   Samþykkt  samhljóða.
  3. Kosning varamanna.. Þorsteinn Ingi Kragh og Guðmundur Björnsson eru samþykktir samhljóða.
  4. Kjörnir skoðunarmenn reikninga Ellen Ingvadóttir og Sigfríður Sigurðardóttir gefa báðar kost á sér áfram. Samþykkt samhljóða.
  5. Rekstrar og framkvæmdaáætlun næsta árs.
  6. Árgjald félagsins. Óbreytt ársgjald Kr. 6.000
  7. Umræður urðu um Vatnsmálin þar sem nokkrir aðilar urðu vatnslausir í vetur og skoða þarf þau mál. Ræða við aðilann sem lagði lagnirnar í jörðu og finna þarf hvar frosið hefur í aðallögninni.

Þorkell sagði að samningur við Orkuveituna varðandi vatnskerfið okkar væri ekki gildur. Skoða þarf það mál.

Brekkan við Tannalækjarhól við Brekku, Bakka og Rjóður er stórhættuleg í hálku vegna vatnsaga og bráðnauðsynlegt er að laga drenlagnir þar, en þær virðast alltaf fara úr lagi þegar heflaður er vegurinn

Hugmynd kom frá einum aðila um að leggja göngustíg yfir vatnslögninni þar sem hún liggur sem grynnst með þvi að bæta grúsi/möl ofaná lögnina og með þvi einangra hana betur. Stjórnin mun kanna þennan möguleika

Fyrirspurn úr sal um lóðamerkingar/lóðahnit fyrir Miðárás. Formaður rakti lítillega þá sögu og að íbúar við Miðárás hefðu ekki allir verið tilbúnir að bera kostnað af vinnu verkfræðistofu á lóðahnitum. Þá hefði þáverandi byggingarfulltrúi Borgarbyggðar tvívegis komið á aðalfund félagsins og lýst hvernig hún hyggðist leysa þau vandamál sem upp hefðu komið um lóðamerkingar en síðan væri runnið mikið vatn til sjávar og hún hætt sem byggingarfulltrúi og þeir á skrifstofu byggingarfulltrúa Borgarbyggðar kannast ekkert við málið og engin gögn þar að finna og ekki hefur tekist, þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir að ná í byggingarfulltrúann fyrrvarandi. Stjórnin væri því hætt frekari afskiptum að svo komnu máli.

Fanney Einarsdóttir hefur fest kaup á  ‚trjákurlara‘ og verður hann staðsettur ca. 100 metrum til vinstri áður ern komið er að bænum Jarðlangsstöðum Þar getur fólk komið með trjáúrgang sinn (einungis tré. Ekki timbur) ) sem þau kurla og selja á  markaðsverði, einnig verður hægt að fá kurlið keyrt að sinni lóð á gegn 3.000.- kr gjaldi.

Eftir athugasemdir Þorkels Guðmundssonar um málefni varðandi vatnsveituna, var það tillaga stjórnar að taka ‚Vatnsveitumálið‘ sérstaklega upp a næsta aðalfundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 11.20

Ágústa Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.