Fundargerð aðalfundar 2015

Aðalfundur  Félags sumarhúsaeigenda við Langá.

 1. ágúst 2015 í Edduveröld Englendingavík Borgarnesi.

Formaður setti fund kl: 10.00  og bauð fundarmenn velkomna og gerði að tillögu sinni að Samúel Guðmundson yrði fundarstjóri og Ágústa Guðmundsdóttir ritari. Sem var samþykkt með lófataki.

Til fundarins var löglega boðað,  með tölvupósti og  bréflega til þeirra sem félagið hefur ekki netfang hjá og einnig á heimasíðu félagsins  jard.is

Mættir voru á fundinn 40 manns og þar af 23 aðilar sem eru skráðir lóðareigendur og skráðu sig í  fundarskráningabók.  Fundarstjóri  kannaði lögmæti fundarins sem hann sagði að væri ekki lögmætur, en  í samræmi við ákvörðun á  síðasta aðalfundi lagði hann til að við héldum áfram með fundinn þrátt fyrir það, enda engin stórmál sem lægju fyrir fundi. Þetta var samþykkt samróma

Þá las Samúel upp dagskrá fundarins.

Því næst sagði hann að lesa ætti upp fundargerð síðasta aðalfundar, en þar sem hún hafi legið frammi á heimasíðu félagsins frá því heimasíðan kom upp og hún væri 6 blaðsíðna löng lagði hann jafnframt til að sleppt yrði við upplestur hennar  og var það samþykkt af öllum fundarmönnum. Engar athugasemdir voru um fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Skýrsla stjórnar.  Formaður Lárus Atlason les.

Stjórnin hefur haldið tvo stjórnarfundi frá síðasta aðalfundi auk þess að hittast óformlega og ræða málin símleiðis.

Eftirfarandi mál hafa verið rædd:

 • Fundargerðir. Fundargerð síðasta aðalfundar var lesinn upp og samþykkt.
 • Vatnsveita. Málefni vatnsveitu rædd . Í samræmi við ákvörðun síðasta aðalfundar var ákveðið að halda vatnsveitunni innan félagsins (Félags sumarhúsaeigenda við Langá) en ekki stofna sérstakt félag utan um vatnsveituna.

Tveir hafa bæst við í vatnsveituna frá síðasta aðalfundi

Í dag er haldið utan um fjárhag vatnsveitunnar/(dreyfingarinn) sérstaklega.

 • Ágreiningur um lóðamörk við Mið-Árás. Eins og fram kom á síðasta aðalfundi komu upp ágreiningur um lóðamörk við Mið-Árás sem stjórnin var beðin að hlutast til um. Eftir að rætt hafði verið við viðkomandi lá fyrir að gera þyrfti hnita-mælingar á  lóðum 1 til 8 við Mið-Árás. Haft var samband við verkfræðistofu og hún beðin um tilboð fyrir verkið. Að því loknu var þessum lóðareigendum sendt bréf með áætluðum kostnaði og þeir beðnir um að samþykkja framkvæmdina áður en hafist yrði handa. Það er skemmst frá að segja að aðeins sex af þeim átta voru tilbúnir að bera kostnað af verkinu. Þegar hér var komið sögu var haft samband við byggingarfulltrúa Borgarbyggðar sem í framhaldi kallaði fulltúa stjórnar félagsins á sinn fund. Þar kom m.a. fram að augljósar skekkjur er að finna á auglýstu deiliskipulagi sumarhúsabyggðar á svæðinu og eru þær raktar til þess að á árum áður hafi lóðamörk hliðrast til þegar fulltrúi sveitarfélagsins var að færa saman ljósmynd af svæðinu og landakort. Það var því tillaga byggingarfulltrúa Borgarbyggðar að hún endurynni deiliskipulagið og lagfærði þær villur sem slysast höfðu inn og sæi einnig um grenndarkynningu þar um.  Við óskuðum jafnframt eftir því hvort ekki væri hæt að kynna málið á næsta aðalfundi sem hún (Lúlú) tók vel undir. Eins og fram kom á síðast aðalfundi er aðeins Helluskógar III svæðið allt GPS Hnitamælt og hnitin skilgreynd á afsali.
 • Heimasíða félagsins. Eins og fram kom í nýútsendu bréfi er heimasíða félagsins loksins komin í loftið. Hugsunin er sú að þar verði birtar upplýsingar er varða félagsmenn sérstaklega og að hluti heimasíðunnar verði aðgangsstýrður þar sem m.a. verði að finna skrá yfir félagsmenn. Fyrirspurnir og/eða lillögur til félagsins er tilvalið að senda í tölvupósti á stjórnarmenn, en netföng þeirra allra er að finna inn á heimasíðunni.
 • Gámar. Að gefnu tilefni eru notendur sorpgámanna minntir á að aðeins má losa þar almennt heimilissorp. Allur annar úrgangur á að fara með á sorpstöðina við Sólbakka í Borgarnesi, en hún er opin mánudaga til föstudaga kl. 14:00 – 18:00 og laugardaga kl. 10:00 til 14:00 okkur að kostnaðarlausu.
 • Hreinsun rotþróa. Upplýsingar um næstu rotþróahreynsun verður auglýst á heimasíðunni þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
 • Viðhald vega. Sérlega gekk vel nú fyrripart sumars við heflun og rykbyndingu vegarins, en tíðarfari er m.a. að þakka hve vel það heppnaðist.
 • Landsamband sumarhúsaeigenda. Eins og fram kom á síðasta aðalfundi var það tillaga formanns þá að félagið segði sig úr Landsambandi sumarhúsaeigenda þar sem það er mitt mat að lítið fáist fyrir þáttökuna, en hún kostar hvern félagsmann 2000kr á ári. Sú tillaga var felld en jafnframt lagt til að beðið yrði í 1 ár með að segja okkur úr Landsambandinu, en jafnframt lagt til að formaður fylgdist með gangi mála hjá sambandinu, en „Þrátt fyrir margítrekaða ósk til framkvæmdastjóra Landsambandsins um að fá boðun á aðalfund var það ekki gert“! Ég vil benda félagsmönnum á að í landinu er félagafrelsi þannig að hver og einn getur ákveðið hvort hann/hún vilji vera áfram í Landsambandinu. Nauðsynlegt er hins vegar að hver og einn félagsmaður gefi til kynna hvort þeir vill vera áfram vera  í Landsambandinu og mun félagið þá innheimta félagsgjald Landsambandsins með félagsgjaldi í félagið (FSVL).
 • Fjarskipti. Fyrir liggur að Síminn er með 4G mastur í Borgarnesi og 3G mastur á Grímsstaðarmúla. Samkvæmt Vodafone er gott símasamband á svæðinu úr þeirra kerfi en þeir eiga eftir að senda okkur staðsetningu á sendimöstrum. Samkvæmt upplýsingum frá Nova hefur fyrirtækið hugsanlega áhuga á að reisa 12 metra mastur á svæðinu. Við fáum nánari upplýsingar um það þegar það liggur fyrir.
 • Niðursetning brunahana. Búið er að setja niður brunahanann og á Þorkell sérstakan heiður skilið fyrir það verk allt!
 • Áætlun vegna gróðurleda. Þann 7. júlí s.l. voru samþykkt á Alþingi Lög um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Ekkert bólar hins vegar ennþá á áætlun vegna gróðurleda samkvæmt upplýsngum hjá Slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar Bjarna Kr. Þorsteinssyni. Þorkell fyrrverandi formaður félagsins benti félagsmönnum á fyrir margt löngu, að sjálfsagt væri fyrir hvern landeigenda að eiga vatnsslöngu sem næði a.m.k. rúmlega hringin í kringum sitt hús og einnig má benda mönnum á að fáanlegar eru sérstakar „Nornaklöppur“ sem notaðar eru m.a. hjá slökkviliðum við að slá á og slökkva í sinueldum. Þær er hægt að kaupa hjá Ólafi Gíslasyni & co. Eldvarnarmiðstöðinni, Sundaborg 7 Reykjavík.
 • Rekstur sameiginlegra svæða. Félaginu hefur verið afhent svæði fyrir leiktæki og fl. sem er ca. 40m x 50 m að stærð og er aðgengi að því í gegnum hliðið hjá brunahananum. Stjórnin leggur til að svæðið verði jafnað út og í það sáð svo til verði góð grasflöt og svæðið síðan girt af áður en farið verði í frekari framkvæmdir svo sem uppsetningu leiktækja.
 • Staða á greiðslum. Innheimt fyrir árið 2014 Kr: 683.000kr. Kostnaður 340.140kr.

 

Fyrir hönd stjórnar

Lárus Atlason

Formaður.

Eftir lestur skýrslunnar leitaði fundarstjóri athugasemda ef einhverjar væru. Eftir stuttar umræður þar sem m.a. var fundið að, hversu síðbúinn aðalfundurinn væri bað formaður fundarmenn forláts á þeirri tilhögun en það væri alfarið honum að kenna, en hann hafi alfarið tengt aðalfundinn við brennuna. Því var jafnframt lofað að næsti aðalfundur yrði haldinn í maí/júní en hann yrði ekki haldinn í Edduveröld þar sem fram hefði komið í máli rekstraraðila staðarins að húsið hafi verið selt og rekstri í núverandi mynd yrði breytt. Fram kom hugmynd um að kannað yrði hvort hægt yrði að halda næsta aðalfund í húsakynnum Veiðihússins við Langá og mun Brynjólfur Brynjólfsson kanna það og láta stjórnina vita.

Að því loknu var skýrslan samþykkt samhljóða.

Því næst gaf fundarstjóri Ágústu Guðmundsdóttur orðið og las hún upp ársreikning  félagsins:

Ársreikningur félagsins fyrir árið 2014

Innkoma fyrir félagsgjöld                                 Kr:      683.000

Innkoma félagsgj. Fyrir 2013                           Kr:        24.000

Drv. vegna félagsgjalda.                                               Kr:          4.523

Aðalfundur Edduveröld  veitingar                 Kr        -24.640

Olía á varðeld Verslunarm.helgi.                   Kr.        10.000

Kostn. við prentun og póstburðargj.            Kr.      –   6.922

Brennuleyfi og trygging                                    Kr.      – 15.482

Kostn vegna Vatnshana                                     Kr        -127.847

Þjónustugjöld                                                       Kr.        -16.170

Innkomnir vextir                                                  Kr.          9.597

Fjármagnstekjuskattur                                      Kr.         -1.919

Endurgr. Til Landssambands sumarh.eig     Kr:    -178.000

Rekstrarafgangur 2014                                     Kr:      340.140

Inneign á bók 31.des 2013                                          Kr:   463.973

Inneign á bók 31.des 2014                                          Kr:   804.113

Eftir stuttar umræður var reikningurinn samþykktur samhljóða.

 

Ársreikningur Vatnsveitu  2014

Innkomið 2 heimtaugargjöld            Kr:     791.980

Vextir                                                Kr:     131.865

Fjármagnstekjuskattur                              Kr     –  26.373

Staða á reikn. Vatnsveitu 31/12 2014  Kr:   4.560.408

Eftir fyrirspurn var reikningurinn samþykktur samhljóða.

 

Lóða- og skipulagsmál.

Eftir að Lulu Munk Andersen Skipulags- og byggingarfulltrúi í Borgarbyggð mætti á fundinn óskaði fundarstjóri eftir því að hún fengi að útskýra fyrir fundinum breytingar á gildandi deiliskipulagi í landi Jarðlangsstaða sem félli undir önnur mál og var það umsvifalaust samþykkt.  Lulu gerði grein fyrir villum sem hefðu komið upp í gildandi deiliskipulagi þegar forveri hennar var að færa gögn á milli kerfa, hún sagðist eiga von á að sú vinna gæti farið fyrir skipulagsfund í september n.k. og að því loknu væri villutillagan send til stjórnar félags asumarhúsaeigenda við Langá til fyrstu yfirferðar og að félagið kæmi henni áleiðis til allra íbúa á svæðinu til yfirferðar og hugsanlegra athugasemda og eftir það færi tillagan til Grenndarkynningar og þá væri hægt að koma með athugasemdir. Fundurinn þakkaði Lulu kærlega fyrir greinargóðar útskýringar.

Kosning formanns. Lárus Johnson Atlason gefur kost á sér áfram. Hann er endurkjörinn  með lófataki.

Kosning stjórnar:  Eftir kynningu á stjórnarmönnum sem eru : Samúel Guðmundsson, Þorkell Guðmundsson, Ágústa Guðmundsdóttir, og Skúli Guðjónsson  voru þau öll endurkjörin með lófataki.

Kosning varamanna.  Þorsteinn Ingi Kragh og Guðmundur Björnsson eru kosnir samhljóða.

Kjörnir skoðunarmenn reikninga eru áfram kosin Arinbjörn Friðriksson og Sigfríður Sigurðardóttir.

Fundarstjóri gaf formanni orðið og gerði formaður grein fyrir fyrirliggjandi rekstrar og framkvæmdaáætlun næsta árs, en þar liggur fyrir framkvæmd við sameiginlegt útivistarsvæði félagsins sem félagið hefur nýverið fengið til afnota frá landeigendum Jarðlangsstaða. Jóhannes Einarsson (Jarðlangsstöðum) er að kanna kostnað við að plægja upp svæðið, slétta það og sá síðan grasfræi  áður en það verður girt af. Sá kostnaður er á félagið.

Ársgjald .

Ákvörðun  um ársgjald var samþykkt óbreytt þ.e.  Kr: 6.000 á ári  en félagsmenn jafnframt beðnir að tilkynna hvort þeir vilji vera í Landssambandinu, því þá yrði ársgjald í Landssambandið sem nú er 2.000,- í Landssambandð bætt við 6.000 kr ársgjald  í félagið þegar greiðsluseðlar verða sendir út.

Önnur mál.

Fundarstjóri kynnti fulltrúa frá  símafyrirtækinu NOVA aðila sem á Mið-árás 1 hann sagði fundarmönnum að félagið væri að kanna þann möguleika að setja upp fjarskiptamastur sem yrði 12 metra hátt og væntanleg staðsetning á hæsta stað á hans lóð. Þetta myndi breyta öllu síma- og netsambandi á svæðinu Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um þetta og ekki búið að sækja um formleg leyfi  en tjáði jafnframt fundarmönnum að náin samvinna væri með NOVA og VODAFONE um dreyfingu og væru næstu möstur á Lyngbrekku og Borgarnesi.

Formaður gat þess að við hefðum fengið 2 brennuleyfi fyrir brennu, annað frá Sýslumaninum á Vesturlandi og hitt frá Borgarbyggð. Formaður gat þess að brenna væri barn síns tíma og að tímaspursmál væri hvenær henni yrði hætt, í ljósi breyttra viðhorfa til slíkra hluta því stórt land í landi Jarðlangsstaða brann fyrir örfáum árum og ekki væri á það bætandi.  Fram kom umræða um að æskilegt væri að fá safngám nokkrum sinnum yfir sumarið til að geta safnað úrklippum eftir grisjun.

Rætt var um göngustíga á svæðinu og óskaði formaður jafnframt eftir tillögum frá fundarmönnum um slíkt sem síðan yrði unnið áfram í sameiningu viðkomandi og stjórnar.

Fram komu alvarlegar athugasemdir um hraðaakstur á Jarðlangsstaðavegi , svo mjög að gangandi vegfarendum stendur stórhætta af umferðinni. Spurt var hvort ekki væri hægt að koma upp hraðahindrunum og fram kom að  ástand þetta versnaði til muna eftir að veiðitími byrjaði, en veiðimenn virðast oft á tíðum fara býsna hratt yfir.  Fram kom að í veiðihúsinu væri uppi aðvörun til veiðimanna um að halda hraða bíla innan löglegra marka á sumarbústaðasvæðinu. Þá er einnig hægt að hringja í veiðihúsið ef fólk er vart við hraðaakstur veiðimanna og það væri umsvifalaust tekið upp við veiðimenn af staðarhaldara veiðihússins.

Þá kom fram að rykbinding væri ekki nægjanleg fram að Mið-árás þó sérstaklega vel hafi tekist við rykbindinguna þetta árið við Tannalækjarhól. Þá kom fram fyrirspurn hvort kannað hafi verið hvað kostnaður við bundið slitlag væri og gat Þorkell þess að síðast þegar þetta var kannað fyrir nokkrum árum hafi áætlaður kostnaður verið yfir 100 milljónir og slíkir peningar lægju ekki á lausu hjá Vegagerðinni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 12.00

Fundarritari

Ágústa Guðmundsdóttir.