Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda við Langá 2023.

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda við Langá.

        26. ágúst 2023 í Borgarnesi.

Formaður setti fund kl: 14 og bauð fundarmenn velkomna og gerði að tillögu sinni að Harald B Alfreðsson yrði fundarstjóri og Fjóla Svavarsdóttir yrði ritari. Báðar tillögurnar voru samþykktar.

Til fundarins var löglega boðað, á Facebook og einnig á heimasíðu félagsins www.jard.is.

Fundarstjóri kannaði lögmæti fundarins þ.e.a.s. hvort að minsta kosti 1/3 félagsmanna sé mættur, en mættir eru 18 aðilar ásamt Fanneyju Einarsdóttir sem fer með 30 umboð, en u.þ.b 30 manns eru mættir á fundinn. Í samræmi við ákvörðun á undaförnum aðalfundum leggur fundarstjóri til að haldi verði áfram með fundinn, þrátt fyrir að hann sé ekki lögmætur, enda engin stórmál sem liggja fyrir. Tillagan var samþykkt

Fundarstjóri bar upp til samþykkis síðurstu fundargerð aðalfundar, en hún hefur verið aðgengileg á heimasíðu félagsins frá því fljótlega eftir síðasta aðalfund og var hún samþykkt.

Fundarstjóri les upp dagskrá fundarins:

  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar félagsins og vatnsveitu bornir upp til samþykkis
  • Kosning stjórnar
  • Kosning meðstjórnarmanna og varamanna
  • Rekstrar og framkvæmdaáætlun
  • Ákvörðun árgjalds
  • ●       Önnur mál

1. Skýrsla stjórnar. Formaður Jón Elvar Guðmundsson las skýrslu:

Í stjórn sitja:

Jón Elvar Guðmundsson, formaður

Lárus Atlason

Arinbjörn Friðriksson

Fjóla Svavarsdóttir

Harald B. Alfreðsson

Varamenn í stjórn:

Samúel Guðmundsson

Lilja Theodórsdóttir

2.   Skoðaðir reikningar félagsins og vatnsveitunnar lesnir upp.

Fjóla Svavarsdóttir gjaldkeri fór yfir reikningana.

Innkomin gr. Félagsgjöld 2022                              534.000

Gr. Félagsgjald v/2022                                               6.271

Innkomnir drv.                                                               362

Vextir af reikningi Landsb.                                       17.547

                        Samtals  Kr:                                      558.180

Gr.v/Internet                                                               6.293

Kaffi og kex v/aðalfund                                             3.089

Þjónustugj.banki,uppfærsla innh.                         40.105

Fjármagnstekjuskattur                                              3.860

                                           Samtals  Kr:                     53.347

Rekstrarafgangur                                        Kr:      504.833

Inneign á bók 31. Des 2022                       Kr: 4.100.590

Vatnsveita

Árið 2022 tengdist 1 nýr við vatnsveituna.  463.986

Vextir af reikningi                                      Kr:  183.360

Fjármagnstekjuskattur                             Kr:   40.339

Inneign á bók vatnsveitunnar 31 des 2022     Kr: 7.199.658

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins og vatnsveitu bornir upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.

3. Kosning formanns.

Jón Elvar Guðmundsson gefur áfram kost á sér.

Og var hann samþykktur sem formaður áfram.

4.  Kosning stjórnar.

Lárus Atlason, Arinbjörn Friðriksson, Fjóla Svavarsdóttir og Harald B Alfreðsson gefa áfram kost á sér í stjórn og samþykkt með lófaklappi.

5.  Kosning varamanna í stjórn.

Samúel Guðmundsson og Lilja Theodórsdóttir tilnefnd og samþykkt með lófaklappi.

6.  Kosning skoðunarmanna ársreikninga.

Margrét G Andrésdóttir og Halldóra F Þorvaldsdóttir tilnefndar og samþykktar með lófaklappi.

7.  Rekstrar og framkvæmdaráætlun næsta árs.

Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar aðrar en að koma upp eftirlitsmyndavél.

8. Árgjald félagsins.

Ákveðið var að halda árgjaldi óbreyttu, kr. 4.000.-

9. Önnur mál.

  • Brunahani. Nefndur, athugað hvort það þurfi að athuga með stöðu á honum og hvort bæta þurfi við.  Verður rætt við slökkviliðið.
  • Kort með leiðum.  Lagt til að setja inn á heimasíðuna kort af leiðum á svæðinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14.30

Fjóla Svavarsdóttir ritaði fundargerð.