Við minnum góðfúslega á aðalfund félagsins sem haldinn verður laugardaginn 11. júní kl: 11:00 í veiðihúsinu Langárbyrgi. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Við minnum góðfúslega á aðalfund félagsins sem haldinn verður laugardaginn 11. júní kl: 11:00 í veiðihúsinu Langárbyrgi. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Rafmagnslaust verður á Mýrarlínu frá rofastöð Ferjubakka að Hítardal 18.05.2022 frá kl 01:00 til kl 02:00 vegna viðgerðar á dreifikerfi Rarik.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Góðan daginn kæru viðskiptavinir.
Mánudaginn 25. apríl verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.
Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni en þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.
Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 25. apríl til 6 maí. Þeir íbúar sem búa Borgarnesmegin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 2 maí til 6 maí.
Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.
Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þeir farnir að þekkja þetta ferli sem hefur verið gert undanfarin ár.
Kær kveðja,
Gissur Þór Ágústsson
Sérfræðingur í rekstri vatns-, hita- og fráveitu
Vatnsveita og fráveita / Veitur
Sími: 516 6000 | Farsími: 6177320 | Netfang: Gissur.Thor.Agustsson@veitur.is
Veitur | www.veitur.is
From: Harald B Alfreðsson [mailto:harald.b.alfredsson@gmail.com]
Sent: 28. desember 2021 19:50
To: Skipulagsfulltrúinn <skipulag@borgarbyggd.is>
Subject: Grenndarkynning svæði 29 Jarðlangstaðalandi
Ágæti viðtakandi
Varðar grenndarkynningu vegna áforma um skógrækt í landi Jarðlangsstaða svæði 29.
Undirritaður er eigandi lóðar að Helluskógum III lóð 6.
Málið snýst að mestu um breytingar á umhverfisásýnd.
Til glöggvunar óska ég eftir að á kortið sem sent var til kynningar verði merktar hámarks hæðir á væntanlegum trjátegundum og afrit sent mér.
Kveðja
Harald B. Alfreðsson.
Þóra M. Júíusdóttir | 13:23 (fyrir 3 klukkustundum) | ![]() ![]() | |
til Skipulagsfulltrúinn, Harald, mín![]() |
Góðan dag
Hér fyrir neðan er svar ráðunautar Skógræktarinnar:
„Það er bara lítið svæði þar sem öspin er sem að yrði grisjað af einhverjum krafti. Það má reikna með að hæð asparinnar á þeim tíma sé um 12 – 15 metrar og reikna má með 20 – 25 árum fram að fyrstu grisjun þetta er reitur 3 sem við erum að tala um í þessu sambandi. Annarsstaðar á svæðinu ná trén aldrei þessari hæð. Reikna má með að hæð annara tegunda verði að meðal tali 6 – 10 metrar á mjög löngum tíma 80-100 ár. Það gæti orðið væg grisjun t.d í birkinu en það yrði aldrei fyrr en eftir 35-40 ár frá gróðursetningu.“
Ég sendi þetta einnig á Lárus Atlason sem getur þá sett inn fyrirspurn þína Haraldur og svar Valdimars á vefsvæði Félags sumarbústaðaeigenda við Langá.
Bestu kveðjur / Best regardsÞóra Júlíusdóttir |
Rafmagnslaust verður Frá Tungulæk að Hítardal 08.12.2021 frá kl 16:00 til kl 18:00 Vegna viðgerðar á stofnlínu Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á
www.rarik.is/rof
Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Snæfellsnesi vegna eldinga og er verið að vinna í að byggja upp kerfiðNánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Rafmagnstruflanir verða norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrar og Snæfellsnes. Þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Grundarfjörð, Stykkishólm, Ólafsvík, Hellissand, Rif og Arnarstapa 05.07.2021 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna prófana í aðveitustöð að Vatnshömrum.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Félag sumarhúsaeigenda við Langá sendi erindi til skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar þegar okkur varð ljóst að til stæði að hefja ræktun nytjaskógar í landi Jarðlangsstaða ehf. Málið var tekið fyrir á Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar þann 7. júní 2021 sem 19 mál á dagskrá og það var einnig tekið fyrir á fundi sveitastjórnar þann 9. júní 2021. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar hefur í framhaldi sent félaginu meðfylgjandi erindi auk þess sem við fengum meðfylgjandi 3 uppdrætti af fyrirliggjandi skógrækt frá Jarðlangsstjöðum ehf., en þar er m.a. að finna númeraða ræktunar reiti, sem nefndir eru í bréfi Borgarbyggðar. Í niðurlagi bréfsins er að finna eftirfarndi:
„Óskað er eftir athugasemdum vegna grenndarkynningar á framkvæmdaleyfi og samstarfi við viðtakandi um kynningu á framkvæmdaleyfi fyrir aðilum félagsins. Taka ber fram að hver fasteignareigandi innan sumarhúsasvæðisins fær jafnframt send grenndarkynningargögn.“
Aðalfundur félags sumarhúsaeigenda við Langá verður haldinn í Langárbyrgi, veiðihúsinu við Langá laugardaginn 12 júní 2021 kl 11.00 Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin