Félag sumarhúsaeigenda við Langá er félag eigenda sumarhúsa í landi Jarðlangsstaða. Tilgangur félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmunamála félagsmanna, reka sameiginlega vatnsveitu á svæðinu ofl.
Í 4 grein laga félagsins er eftirfarandi um hlutverk félagsins:
- Gerð og rekstur á sameiginlegum svæðum í frístundabyggðinni, svo sem leiksvæðum og o.þ.h.
- Gerð og rekstur á sameiginlegum vatnsveitum og fráveitum.
- Gerð og viðhald sameiginlegra girðingar um svæðin.
- Uppsetning og rekstur öryggiskerfa.
- Að setja almennar samskipta og umgengnisreglur innan frístundabyggðarinnar.