Félag sumarhúsaeigenda við Langá sendi erindi til skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar þegar okkur varð ljóst að til stæði að hefja ræktun nytjaskógar í landi Jarðlangsstaða ehf. Málið var tekið fyrir á Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar þann 7. júní 2021 sem 19 mál á dagskrá og það var einnig tekið fyrir á fundi sveitastjórnar þann 9. júní 2021. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar hefur í framhaldi sent félaginu meðfylgjandi erindi auk þess sem við fengum meðfylgjandi 3 uppdrætti af fyrirliggjandi skógrækt frá Jarðlangsstjöðum ehf., en þar er m.a. að finna númeraða ræktunar reiti, sem nefndir eru í bréfi Borgarbyggðar. Í niðurlagi bréfsins er að finna eftirfarndi:
„Óskað er eftir athugasemdum vegna grenndarkynningar á framkvæmdaleyfi og samstarfi við viðtakandi um kynningu á framkvæmdaleyfi fyrir aðilum félagsins. Taka ber fram að hver fasteignareigandi innan sumarhúsasvæðisins fær jafnframt send grenndarkynningargögn.“