From: Harald B Alfreðsson [mailto:harald.b.alfredsson@gmail.com]
Sent: 28. desember 2021 19:50
To: Skipulagsfulltrúinn <skipulag@borgarbyggd.is>
Subject: Grenndarkynning svæði 29 Jarðlangstaðalandi
Ágæti viðtakandi
Varðar grenndarkynningu vegna áforma um skógrækt í landi Jarðlangsstaða svæði 29.
Undirritaður er eigandi lóðar að Helluskógum III lóð 6.
Málið snýst að mestu um breytingar á umhverfisásýnd.
Til glöggvunar óska ég eftir að á kortið sem sent var til kynningar verði merktar hámarks hæðir á væntanlegum trjátegundum og afrit sent mér.
Kveðja
Harald B. Alfreðsson.
Þóra M. Júíusdóttir | 13:23 (fyrir 3 klukkustundum) | ||
til Skipulagsfulltrúinn, Harald, mín |
Góðan dag
Hér fyrir neðan er svar ráðunautar Skógræktarinnar:
„Það er bara lítið svæði þar sem öspin er sem að yrði grisjað af einhverjum krafti. Það má reikna með að hæð asparinnar á þeim tíma sé um 12 – 15 metrar og reikna má með 20 – 25 árum fram að fyrstu grisjun þetta er reitur 3 sem við erum að tala um í þessu sambandi. Annarsstaðar á svæðinu ná trén aldrei þessari hæð. Reikna má með að hæð annara tegunda verði að meðal tali 6 – 10 metrar á mjög löngum tíma 80-100 ár. Það gæti orðið væg grisjun t.d í birkinu en það yrði aldrei fyrr en eftir 35-40 ár frá gróðursetningu.“
Ég sendi þetta einnig á Lárus Atlason sem getur þá sett inn fyrirspurn þína Haraldur og svar Valdimars á vefsvæði Félags sumarbústaðaeigenda við Langá.
Bestu kveðjur / Best regardsÞóra Júlíusdóttir |