Útskolun á aðveituæð Grábrókarveitu.

Mánudaginn 10 október verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu er liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes og upp á Bifröst.

Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulögninni en þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á.

Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 10 október til 21 október.  Þeir íbúar sem búa Borgarnes megin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 17 október til 21 október.

Á verktímanum má búast við lægri þrýsting á kaldavatninu og einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.  í einhverjum tilfellum gæti orðið vatnslaust í skamman tíma hjá einstaka notendum

Veitur vona að viðskiptavinir sýni okkur þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þeir farnir að þekkja þetta ferli sem hefur verið gert undanfarin ár.

Kær kveðja,

Gissur Þór Ágústsson

Sérfræðingur í rekstri vatns-, hita- og fráveitu
Vatnsveita og fráveita / Veitur

Fundargerð Aðalfundar 2022

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda við Langá.

        11 júní 2022 í Langárbyrgi, veiðihúsinu við Langá.

Formaður setti fund kl: 11 og bauð fundarmenn velkomna og gerði að tillögu sinni að Harald B Alfreðsson yrði fundarstjóri og Fjóla Svavarsdóttir yrði ritari. Báðar tillögurnar voru samþykktar.

Til fundarins var löglega boðað, á Facebook, auglýsingaskilti rétt við ruslagámanna og einnig á heimasíðu félagsins www.jard.is.

Fundarstjóri kannaði lögmæti fundarins þ.e.a.s. hvort að minsta kosti 1/3 félagsmanna sé mættur, en mættir eru 18 aðilar ásamt Fanneyju Einarsdóttir sem fer með 30 umboð, en u.þ.b 30 manns eru mættir á fundinn. Í samræmi við ákvörðun á undaförnum aðalfundum leggur fundarstjóri til að haldi verði áfram með fundinn, þrátt fyrir að hann sé ekki lögmætur, enda engin stórmál sem liggja fyrir. Tillagan var samþykkt

Fundarstjóri bar upp til samþykkis síðurstu fundargerð aðalfundar, en hún hefur verið aðgengileg á heimasíðu félagsins frá því fljótlega eftir síðasta aðalfund og var hún samþykkt.

Fundarstjóri las upp dagskrá fundarins.

1. Skýrsla stjórnar. Formaður Lárus Atlason las skýrslu:

Stjórnin hefur ekki haldið neinn formlegan stjórnarfund á starfsárinu, en stjórnarmenn

hist og rætt málin formlega og óformlega auk þess sem mál félagsins hafa verið rædd

símleiðis.

Í stjórn sitja:

Lárus Atlason, formaður

Arinbjörn Friðriksson

Samúel Guðmundsson

Fjóla Svavarsdóttir

Jón Elvar Guðmundsson

Varamenn í stjórn:

Guðmundur Björnsson

Harald B. Alfreðsson

Eftirfarandi mál hafa verið rædd:

Fundargerðir. Fundargerð síðasta aðalfundar og yfirlit formanns má sjá á “www.jard.is

Vatnsveita.  Málefni vatnsveitu hafa verið mikið rædd. Eins og fram kom á

síðasta aðalfundi var lagt til við stjórnina að kanna hugsanlegar endurgreiðslur úr

sjóðum vatnsveitunnar, en undanfarin ár hefur það margsinnis komið fram óskir

um endurgreiðslur frá örfáum aðiljum. Hingað til hefur það verið afstaða stjórnar

að þar sem langur vegur er í að allir séu tengdir við veituna þurfi að hafa “borð

fyrir báru” hvað varðar hugsanleg fjárútlát vegna dreifikerfisins, t.d. gæti komið til

þess að setja yrði upp dælu og/eða forðatank þegar allir verða komnir með

tengingar. Eftir að hafa skoðað málið enn og aftur gerir stjórnin það að sinni

tillögu að endurgreitt verði í  úr sjóði vatnsveitunnar 3.000.000. kr. sem skiptist á þá

80 aðila sem greitt hafa fullt inntökugjald, eða sem svarar 37.500kr á hvern.

Frá síðasta aðalfundi hefur enginn nýr notanda verið tengdur vatnsveitunni.

Vegna reglubundins viðhalds á vatnsveitunni hefur Orkuveitan upplýst okkur um

að útskolun hafi verið framkvæmd a c.a.. 4 mánaða fresti í tvær vikur í senn

undanfarin ár. Fyrri vikuna ættum við ekki að finna fyrir truflunum en seinni

vikuna er viðbúið að vatnsþrýstingur falli verulega þann tíma dags sem skolunin á

sér stað. Ástæða skolunarinnar mun vera mikið úrfelli í borholum sem orsakast af

tíðum jarðskjálftum undanfarið. Nú liggur fyrir samkvæmt fulltrúa Veitna að

samkvæmt “NTU” mælingum á hreinleika vatnsins eru Veitur að skila ‘Hreinna

Vatni’ með betri síum og því verður útskolun væntanlega á 6 mánaða fresti, en

þeir vona að í framtíðinni nægi að skola út 1 sinni á ári.

Árgjöld. Umræður um árgjöld og lagalegar heimildir til innheimtu árgjalda.  

Lagt er til að fundurinn ræði um árgjald á næsta ári!

Framkvæmdir. Félagið hefur keypti eftirlitsmyndavél sem staðsett verður við

BRÆÐRATUNGU, sem er fyrsta hús á hægri hönd eftir að keyrt er fram hjá

sorpgámunum. Eftir er að grafa fyrir og setja niður járnmastur sem myndavélin

verður fest á. Setja á upp áberandi skilti á sama stað fyrir vegfarendur til að gefa

til kynna að Video upptaka sé í gangi. Nánari upplýsingar verða birtar á

heimasíðu félagsins og fésbókarsíðu.

Nitjaskógur. Borgarbyggð hefur endurútgefið framkvæmdaleyfi til ræktunar

nytjaskóg til handa eigendum Jarðlangsstaða ehf., eftir að formlegt umsagnarferli

átti sig stað. Skógrækt er hafin og nú þegar hefur verið plantað 1000 plöntum og

áform eru um að í ár verði plantað allt að 12.000 plöntum.

Facebook síða Félags Sumarhúsaeigenda við Langá. Við viljum enn og aftur

vekja athygli félagsmanna á því að við höfum ‚Fésbókarsíðu‘ um málefni

félagsins. ALLIR félagsmenn geta beðið um vinabeiðni inn á Fésbókinni og

verður þeim þá bætt við á síðuna. 

Heimasíða félagsins.  Við hvetjum félagsmenn til að koma með tillögur að

nytsamlegu efni á heimasíðunni en þar er nú m.a. að finna upplýsingar sem

snerta félagsmenn, t.d. fundargerð síðasta ársfundarins, opnunartíma

gámastöðvarinnar í Borgarnesi og svo framvegis. Einnig er þar að finna

veðurupplýsingar í rauntíma, fengnar frá Borgarnesi. 

Gámar.  Að margefnu tilefni eru notendur sorpgámanna minntir á að aðeins má

losa þar almennt heimilissorp. Allur annar úrgangur á að fara með á sorpstöðina

við Sólbakka í Borgarnesi. Vísað er á heimasíðuna varðandi opnunartíma.

Félagið hefur komið fyrir skilti við gámana þar sem nánari upplýsingar er að finna.  

Trjáúrgangur. Jarðlangstaðabændur halda áfram að taka við trjáúrgangi, og er

safnstaður c.a.. 100 metra á vinstri hönd áður en komið er að innkeyrslunni að

bænum, þegar hann er í notkun. Þá er einnig tekið við trjáúrgangi á gámastöðinni

í Borgarnesi.

Hreinsun rotþróa. Næsta tæming á rotþróm verður 2023 en þær voru síðast

hreinsaðar 2020. Rotþrær eru hreinsaðar á þriggja ára fresti samkvæmt

upplýsingum fengnum frá Borgarbyggð.

Viðhald vega.  Formaður upplýsti Vegagerðina um vandkvæði sem sköpuðust

m.a. nú í vor þegar leysingar voru sem mestar og skurðir meðfram veginum

okkar #536 fylltust af vatni, svo mjög að sumstaðar flæddi upp á aðalveg. Í

framhaldi af samtali við Pétur Björnsson Guðmundsson fulltrúa Vegagerðarinnar í

Borgarbyggð, ætla þeir að kanna nokkra kafla meðfram veginum þar sem mestur

ágangur vatns var. Við munum í framhaldinu upplýsa félagsmenn um

áframhaldandi áform Vegagerðarinnar. Nýlokið er heflun og rykbindingu vegarins

en að sögn þeirra Vegagerðarmanna er ekkert handbært fé til frekari

lagfæringa á veginum!  

Varnir við gróðureldum. Formaður hefur rætt við slökkviliðsstjóra og

skipulagstjóra sveitafélagsins og tjá þeir mér að almenn rýmingaráætlun sé ekki

til fyrir svæðið (frekar en undanfarin ár) og þau telja það ekki í verkahring

sveitafélagsins að útbúa slíka! Þau bentu á að félagið gæti komið með

ábendingar og/eða tillögur um slíkt og í samvinnu væri hægt að útbúa

rýmingaráætlun s.b. rýmingaráætlun í Skorradal. Við hvetjum alla félagsmenn,

enn og aftur um að þeir komi sér upp vatnsslöngu sem nær a.m.k. hringinn í

kringum hús sín. Þá bendum við félagsmömmum á vefsíðuna   grodureldar.is  og

eins og nefnið bendir til, er það um Gróðurelda, Forvarnir og Viðbrögð. Allur

opinn eldur heyrir sögunni til! 

Heimabanki og netföng. Sendar hafa verið út kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum. 

Hnitun á lóðum.  Eins og áður hefur verið nefnt bendir stjórnin félagsmönnum á

að skynsamlegt getur verið að láta Hnita allar lóðir, en aðeins nýjustu 25 lóðir í

deiliskipulagi Jarðlangsstaða voru hnitaðar áður en þær fóru í sölu. Upp hafa

komið ágreiningsmál útaf stærð og legu lóða og viðbúið er að slíkum málum eigi

bara eftir að fjölga þegar Frístundahús fara í sölu á svæðinu. Til nánari

glöggvunar má benda á að samliggjandi lóðaeigendur þurfa allir að vera samtaka

um hnitun því allir þurfa að staðfesta hnitin áður en hægt er að færa þau til bókar

hjá Sýslumanni.

Ljósleiðari. Félaginu er ekki kunnugt um að nokkur félagi hafi keypt aðgang að

ljósleiðara, en LJÓSBORG, sem er er félag í eigu Borgarbyggðar og sér um

ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð..

Upplýsingar um Ljósleiðaravæðinguna er að finna á heimasíðunni:

 www.ljosborg.net.

Fyrir hönd stjórnar

Lárus Atlason

Formaður.

2.   Skoðaðir reikningar félagsins og vatnsveitunnar lesnir upp.

Fjóla Svavarsdóttir gjaldkeri fór yfir reikningana.

Innkomin gr. Félagsgjöld 2021528.000

Gr. Félagsgjald v/20206.899 

Innkomnir drv.                                                            1.348

Vextir af reikningi Landsb.                                        1.903

                        Samtals  Kr:                                      538.150

Gr.v/Internet                                                               -5980

Kaffi og kex v/aðalfund                                            -3.152

Þjónustugj.banki,uppfærsla innh.                        -41.325

Prentun v/aðalfundar                                               -2.844

Húsasmiðj.v/rör f.myndavél                                  -14.234

Öryggismyndavél                                                   -169.619

Fjármagnstekjuskattur                                                 -419

                                           Samtals  Kr:                  237.573

Rekstrarafgangur                                        Kr:    +300.577

Inneign á bók 31. Des 2021                       Kr:+ 3.596.062

Vatnsveita

Árið 2021 tengdist engin nýr við vatnsveituna.

Vextir af reikningi                                        Kr: 27.544

Fjármagnstekjuskattur                               Kr: -6.060

Inneign á bók vatnsveitunnar 31 des 2021     Kr: 6.598.711

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins og vatnsveitu bornir upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.

3. Kosning formanns.

Lárus Atlason gefur ekki áfram kost á sér sem formaður en tilnefndur er Jón Elvar Guðmundsson

og var hann samþykkt sem nýr formaður með lófaklappi.

4.  Kosning stjórnar.

Lárus Atlason, Arinbjörn Friðriksson, Fjóla Svavarsdóttir og Harald B Alfreðsson gefa kost á sér í stjórn og samþykkt með lófaklappi.

5.  Kosning varamanna í stjórn.

Samúel Guðmundsson og Lilja Theodórsdóttir tilnefnd og samþykkt með lófaklappi.

6.  Kosning skoðunarmanna ársreikninga.

Margrét G Andrésdóttir og Halldóra F Þorvaldsdóttir tilnefndar og samþykktar með lófaklappi.

7.  Rekstrar og framkvæmdaráætlun næsta árs.

Jón Elvar fór yfir fyrihugaðar framkvæmdir við öryggismyndavélina sem við erum búin að festa kaup á. Og ætla Jarðlangsstaðarmenn að aðstoða okkur við að setja rörið niður. Það verður við Bræðratungu fyrsta húsið vinstramegin við vegin uppeftir. Og ætla þau hjón að hafa upptökubúnaðinn inni hjá sér.   Enginn fær að skoða gögn úr myndavélinni nema lögregla.

8. Árgjald félagsins.

Smá umræða kom um árgjald félagsins, hvort að það sé ekki grundvöllur fyrir lækkun á því m.a. m.t.t. þess að ekki hefur verið lækkað árgjaldið frá því við sögðum okkur úr Landsambandi Sumarhúsaeigenda (sem var 2000 kr á bústað) og einnig því að ekki liggja fyrir neinar fjárfrekar framkvæmdir, og var ákveðið að lækka það niður í 4000. Allir fundamenn voru því samþykkir.

9. Önnur mál.

  • Fanney Einarsdóttir kynnir framkvæmdir við nytjaskóg. Búið er að planta þó nokkuð af trjáplöntum. Þau eru en að taka á móti trjágreinum til kurlunnar. Þá upplýsti hún fundinn um að til stæði að útbúa göngu slóða um svæðið (Reitur #29) og yrðu til þess notaðar þar til gerðar vélar á næstunni.
  • Tillaga borin upp til atkvæðagreiðslu á aðalfundi um endurgreiðslu úr

vatnsveitufélagi sumarhúsahverfisins.

Nokkrir félagsmenn hafa spurt síðustu ár hvort ekki sé rétt að greiða til baka

eitthvað af sjóðnum sem vatnsfélagið situr á.

Stjórn vatnsveitufélagsins hefur lagst gegn því að greiða nokkuð af þessum sjóði

til baka, fyrr en fyrirséð er að veitan anni þeim lóðarhöfum sem þegar hafa

borgað vatnsveitugjaldið. Stjórnin hefur talið mikilvægt að hafa þennan sjóð til

að bregðast við viðhaldi á veitukerfinu og einnig mögulegri uppfærslu á

afkastagetu veitunnar, vegna þess að nokkrir félagsmenn hafa ekki tengt sig við

veituna enn sem komið er og u.þ.b. 20 lóðir sem greitt hefur verið fyrir

vatnstengingu án þess að þær hafi verið seldar til að byggja á þeim.

Ef meirihluti félagsmanna vill að greitt sé til baka úr sjóðnum, er það mat

stjórnar að varhugavert geti verið að greiða meira en helming af sjóðnum eða

u.þ.b. 3 milljónir króna. Það geri rúmlega 30 þúsund krónur á hvern

sumarhúsaeiganda og meira fyrir nokkra aðila sem hafa greitt sem svarar gjald

fyrir nokkur sumarhús, vegna fyrirséðrar meiri notkunar.

Stjórn telur einnig mikilvægt til að tryggja sátt og samheldni alls hópsins að allir

sem greitt hafa fyrir veitutengingu fái endurgreitt, ef til þess kemur að

félagsmenn samþykki endurgreiðslu. Í því sambandi vill stjórnin benda á að það

hafa allir greitt sama gjald að teknu tilliti til verðlagsþróunar/vísitölu á hverjum

tíma.

Til að tryggja sátt innan vatnsveitufélagsins leggur stjórn vatnsveitufélagsins til

að kosið verði um að greiða 3 milljónir króna til baka.

Ef tillagan verður felld verður ekkert greitt að þessu sinni.

Já sögðu 4

Nei sögðu 7  + 30 (atkvæði fulltrúa Jarðlangsstaða Ehf).

Tillagan var því felld.

  • Vegagerð. Tillaga úr sal um að stjórnin fylgi eftir könnun Vegargerðarinnar á skurðum og tilfallandi framkvæmdum, s.b. skýrslu stjórnar.
  • Hraðakstur. Lilja Theodórsdóttir kvartaði undan miklum ökuhraða félagsmanna yfir Tannalækjahól. Aðrir sem tóku til máls vildu meina að hraðakstur ykist til muna eftir að veiði hæfist í Langá og þar væru veiðimenn í Broddi fylki í hraðakstri.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12.30

Fjóla Svavarsdóttir ritaði fundargerð.

Aðalfundur 2022

Við minnum góðfúslega á aðalfund félagsins sem haldinn verður laugardaginn 11. júní kl: 11:00 í veiðihúsinu Langárbyrgi. Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

Rafmagnsleysi.

Rafmagnslaust verður á Mýrarlínu frá rofastöð Ferjubakka að Hítardal 18.05.2022 frá kl 01:00 til kl 02:00 vegna viðgerðar á dreifikerfi Rarik.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Grábrókarveita útskolun aðveitulagnar dagana 25 apríl til 6 maí 2022.

Góðan daginn kæru viðskiptavinir.

Mánudaginn 25. apríl verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.

Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni en þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.

Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 25. apríl til 6 maí. Þeir íbúar sem búa Borgarnesmegin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 2 maí til 6 maí.

Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.

Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þeir farnir að þekkja þetta ferli sem hefur verið gert undanfarin ár.

Kær kveðja,

Gissur Þór Ágústsson

Sérfræðingur í rekstri vatns-, hita- og fráveitu
Vatnsveita og fráveita / Veitur
Sími: 516 6000 | Farsími: 6177320 | Netfang: Gissur.Thor.Agustsson@veitur.is
Veitur | www.veitur.is

Grenndarkynning Borgarbyggðar #L135058, athugasemd og svör frá skógræktarfulltrúa.

From: Harald B Alfreðsson [mailto:harald.b.alfredsson@gmail.com]
Sent: 28. desember 2021 19:50
To: Skipulagsfulltrúinn <skipulag@borgarbyggd.is>
Subject: Grenndarkynning svæði 29 Jarðlangstaðalandi

Ágæti viðtakandi

Varðar grenndarkynningu vegna áforma um skógrækt í landi Jarðlangsstaða svæði 29.

Undirritaður er eigandi lóðar að Helluskógum III lóð 6.

Málið snýst að mestu um breytingar á umhverfisásýnd. 

Til glöggvunar óska ég eftir að á kortið sem sent var til kynningar verði merktar hámarks hæðir á væntanlegum trjátegundum og afrit sent mér.  

Kveðja

Harald B. Alfreðsson.

Þóra M. Júíusdóttir13:23 (fyrir 3 klukkustundum)
til Skipulagsfulltrúinn, Harald, mín

Góðan dag

Hér fyrir neðan er svar ráðunautar Skógræktarinnar:

„Það er bara lítið svæði þar sem öspin er sem að yrði grisjað af einhverjum krafti.  Það má reikna með að hæð asparinnar á þeim tíma sé um 12 – 15 metrar og reikna má með 20 – 25 árum fram að fyrstu grisjun þetta er reitur 3 sem við erum að tala um í þessu sambandi.  Annarsstaðar á svæðinu ná trén aldrei þessari hæð.  Reikna má með að hæð annara tegunda verði að meðal tali 6 – 10 metrar á mjög löngum tíma 80-100 ár.   Það gæti orðið væg grisjun t.d í birkinu en það yrði aldrei fyrr en eftir 35-40 ár frá gróðursetningu.“

Ég sendi þetta einnig á Lárus Atlason sem getur þá sett inn fyrirspurn þína Haraldur og svar Valdimars á vefsvæði Félags sumarbústaðaeigenda við Langá.

Jóla Bb rauð 1 Bestu kveðjur / Best regardsÞóra Júlíusdóttir

RAFMAGNSLAUST

Rafmagnslaust verður Frá Tungulæk að Hítardal 08.12.2021 frá kl 16:00 til kl 18:00 Vegna viðgerðar á stofnlínu Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á

www.rarik.is/rof

Rafmagnstruflun.

Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Snæfellsnesi vegna eldinga og er verið að vinna í að byggja upp kerfiðNánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Rafmagnstruflanir.

Rafmagnstruflanir verða norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrar og Snæfellsnes. Þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst, Hvanneyri, Grundarfjörð, Stykkishólm, Ólafsvík, Hellissand, Rif og Arnarstapa 05.07.2021 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna prófana í aðveitustöð að Vatnshömrum.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof