Fundargerð aðalfundar félagsins haldin 8. júní 2019

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda við Langá.
8. júní 2019 í Langárbyrgi, veiðihúsinu við Langá.
Formaður setti fund kl: 10.00 og bauð fundarmenn velkomna og gerði að tillögu sinni að Ellen Margrét Ingvadóttir yrði fundarstjóri og Ágústa Guðmundsdóttir ritari. Báðar tillögur samþykktar.
Til fundarins eru 20 aðilar mættir sem skráðir eru fyrir húsum eða lóðum og var löglega boðað til fundarins, með tölvupósti, á Facebook, auglýsingaskilti rétt hjá ruslagámum og einnig á heimasíðu félagsins www.jard.is
Fundarstjóri kannaði lögmæti fundarins þ.e.a.s. hvort að minnsta kosti 1/3 félagsmanna sé mættur, en mættir eru 20 aðilar sem skráðir eru fyrir húsum og lóðum, en u.þ.b 35 manns eru mættir á fundinn. Í samræmi við ákvörðun á 4 síðustu aðalfundum leggur fundarstjóri til að haldið verði áfram með fundinn, þrátt fyrir að hann sé ekki lögmætur, enda engin stórmál sem liggja fyrir. Tillagan samþykkt.
Fundarstjóri bar upp til samþykkis síðustu fundargerð aðalfundar. Lárus formaður er með athugasemd við fundargerðina. Hann benti á að á síðasta Aðalfundi hefði stjórn félagsins lagt fyrir aðalfund og fengið samþykkt að greiða ekki út úr sjóði Vatnsveitu þar sem verkinu væri ekki lokið þ.e. að eftir væri að ljúka tengingu síðustu sumarhúsalóðanna. Fundargerð síðasta aðalfundar samþykkt með breytingu formanns.
1. Skýrsla stjórnar.
Stjórnin hefur haldið einn formlegan stjórnarfundi á starfsárinu eða frá síðasta aðalfundi, auk þess hafa stjórnarmenn hist og rætt málin óformlega auk þess sem mál félagsins hafa verið rædd símleiðis.
Eftirfarandi mál hafa verið rædd:
• Fundargerðir. Fundargerð síðasta aðalfundar. má sjá á “www.jard.is”

• Vatnsveita. Málefni vatnsveitu rædd. Tveir nýir notandur hafa bæst við í vatnsveituna frá síðasta aðalfundi. Eins og fram kom á síðasta aðalfundi urðu nokkrir félagar vatnslausir vegna þess að lagnir frusu. Eftirfylgni við lagfæringu á legu vatnsleiðslunnar er í höndum Arinbjarnar Friðrikssonar, en hann einn þeirra sem urðu fyrir vatnsleysinu.
Eins og margsinnis hefur komið á fyrri aðalfundum félagsins er framkvæmdum engan vegin lokið á svæðinu enda yfir 20 lóðir sem ekki hafa verið tengdar við dreyfikerfið. Það er því ákvörðun stjórnar að ekki sé tímabært að endurgreiða úr sjóði Vatnsveitunnar til félagsmanna fyrr en þeim framkvæmdum verður lokið.
Stjórnin leggur til að innheimta hvatagjalds á vatnsveitu verði felld niður og verði afturvirk til 2014 með verðbótum.

• Árgjöld. Umræður um árgjöld og lagalegar heimildir til innheimtu árgjalda. Tillaga stjórnar að halda óbreyttum árgjöldum.
• Framkvæmdir. Stjórnin leggur til að kannað verði með uppsetningu eftirlitsmyndavéla á svæðinu.

• Facebbok síða Félags Sumarhúsaeigenda við Langá. Við viljum enn og aftur vekja athygli félagsmanna á því að við höfum opnað ‚Fésbókarsíðu‘ um málefni félagsins. ALLIR félagsmenn geta beðið um vinabeiðni inn á Fésbókinni og verður þeim þá bætt við á síðuna.

• Heimasíða félagsins. Við hvetjum félagsmenn til að koma með tillögur að nytsamlegu efni á heimasíðunni en þar er nú m.a. að finna upplýsingar sem snerta félagsmenn, t.d. fundargerð síðasta ársfundarins, opnunartíma gámastöðvarinnar í Borgarnesi og svo framvegis. Einnig er þar að finna veðurupplýsingar í rauntíma, fengnar frá Borgarnesi. Upp kom sú spurning hvort ástæða væri til að halda heimasíðunni opinni eða notast einvörðungu við “Fésbókina” ?

• Gámar. Að margefnu tilefni eru notendur sorpgámanna minntir á að aðeins má losa þar almennt heimilissorp. Allur annar úrgangur á að fara með á sorpstöðina við Sólbakka í Borgarnesi. Vísað er á heimasíðuna varðandi opnunartíma. Félagið hefur komið fyrir skilti við gámana þar sem nánari upplisýngar er að finna.

• Trjáúrgangur. Jarðlangstaðabændur hafa fest kaup á trjákurlara eins og fram kom á síðasta aðalfundi, en hann staðsettur verður ca. 100 metra á vinsti hönd áður en komið er að innkeyrslunni að bænum, þegar hann er í notkun. Verið er að vinna að nánari útfærslu á m.a. kostnaði við þá vinnu. Þá er einnig tekið á móti trjáúrgangi í Gámastöðin í Borgarnesi.

• Hreinsun rotþróa. Rotþrær voru hreinsaðar 2017 og verða væntanlega hreinsaðar aftur 2020 samkvæmt tölvupósti sem barst frá 06.06.2019, en þar segir að rotþrær séu hreinsaðar á þriggja ára fresti.

• Viðhald vega. Haft var samband við Valgeir verkstjóra Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Vegurinn var heflaður nær mánaðarmótum apríl/maí að hans sögn og fyrir liggur að rykbynda hann, en trúlega komast þeir ekki í það fyrr en mánaðarmótin júní/júlí. Hann sagðist hafa fylgst með uppsprettunni á Tannalækjarhólsbrekkunni og virtist honum skurðurinn vera að taka meira til sín (þökk sé Sigurjóni). Framkvæmdir þar væru ekki í verkaskrá en bað okkur láta sig vita ef ástandið versnaði n.k. vetur. Þá segist hann setja forarvilpuna á beyjunni niður við fossinn á listan hjá sér, en eins og þið eflaust munið varð vegurinn nánast ófær á síðast ári vegan aurbleytu..

• Varnir við gróðueldum. Við hvetjum alla félagsmenn enn og aftur um að þeir komi sér upp vatnsslöngu sem nær a.m.k. hringin í kringum hús sín og einnig má benda mönnum á að fáanlegar eru sérstakar „Nornaklöppur“ sem notaðar eru m.a. hjá slökkviliðum við að slá á og slökkva í sinueldum. Við viljum enn og aftur benda félagsmömmum á nýlegum vefur á netinu grodureldar.is og er eins og nefnið bendir til, er það um Gróðurelda, Forvarnir og Viðbrögð. Við hetjum alla félaga til að skoða hann nánar.

• Rekstur sameiginlegra svæða. Eins og fram kom á síðasta aðalfundi var ákveðið að hætta við framkvæmdir á því svæði sem við fengum til afnota við “Brunahanann” og eru Stjórnin ályktar að ekki sé ástæða til að vera með sameiginlegt leiksvæði !

• Heimabanki og netföng.
Sendar hafa verið út kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum. En þeir sem eru fæddir fyrir árið 1949 fá einnig senda reikninga í pósti þar sem hugsanlega eru ef til vill færri á þeim aldri með heimabanka.

• Félagsaðild. Stjórnin hefur fengið erindi frá einum félagsmanni um úrsögn úr félaginu. Að könnuðu máli hjá lögmanni er úrsögn óheimil sé viðkomandi eigandi lóðar s.b. Lög um frístundabyggð Nr. 75 11. Júní 2009., 17. gr.

• Verslunarmannahelgar skemmtun. Stjórnin leggur til að haldin verði skemmtun, án elds um verslunarmannahelgina.

• Tré á lóðum. Stjórnin mælist til þess að þeir félagsmenn sem eiga tré við vegi, að eigendur klippi þau þannig að ekki verði tjón á bílum.

Fyrir hönd stjórnar
Lárus Atlason
Formaður.

2. Reikningar félagsins og reikningar Vatnsveitu lesin upp.
Gjaldkeri las reikninga félagsins :
Innkomin félagsgjöld 558.000
Innkomnir dráttarvextir . 2.713
Vextir af reikningi Landsbanka 5.154
Samtals 565.867
Gr. Vegna fundar Langárbyrgi 3.988
Póstburðargjöld 7.200
Internet Lén 5.980
Þjónustugj.banki uppfærsla innh. 42.075
Auglýsingaskilti 29.600
Fjármagnstekjuskattur 1.134
Samtals 89.977
Rekstrarafgangur Kr: 475.890
Inneign á bók 31. Des 2018 Kr: 2.312.153

Vatnsveita
Engin hefur greitt fyrir Vatnsinntak þetta árið.
Vextir á Vatnsveitureikningi Kr: 139.682
Fjármagnstekjuskattur Kr: – 30.730
Inneign á bók 31 des 2018 Kr: 5.469.871
Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins og Vatnsveitu borið upp til samþykktar og samþykkt samhljóða. Samþykkt einnig að greiða til baka þeim 5 aðilum sem hafa greitt 50.000 kr Hvatagreiðslu með verðbótum frá 2014.
3. Kosning formanns.
Lárus Atlason gefur áfram kost á sér , engin býður sig fram á móti honum og samþykkt samhljóða.
4. Kosning stjórnar.
Ágústa Guðmundsdóttir, Arinbjörn Friðriksson, Samúel Guðmundsson og Skúli Guðjónsson gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Engir mótframbjóðundur. Samþykkt samhljóða.
5. Kosning varamanna.
Þorsteinn Ingi Kragh og Guðmundur Björnsson gefa báðir kost á sér. Samþykkt samhljóða.
6. Kosning skoðunarmanna ársreikninga.
Ellen Ingvadóttir og Sigfríður Sigurðardóttir gefa áfram kost á sér. Samþykkt samhljóða.
7. Rekstrar-og framkvæmdaáætlun næsta árs.
Tillaga um uppsetningu eftirlitsmyndavéla. Lárus óskar eftir að settar verði tvær eftirlitsmyndavélar sitthvorumegin við svæðið okkar. Vill gera könnun á þessu. Vaktað svæði er í Skorradal og góð reynsla á því.
8. Árgjald félagsins.
Ákveðið óbreytt.
9. Önnur mál.
Nína Kristjánsdóttirspurði hvort ekki væri hægt að fá snjómokstur á vegina , ef ske kynni að sjúkrabíll eða slökkviliðsbíll þyrfti að fara þarna um. Benti á að í Skorradal greiddi fólk 20.000 á ári í félagsgjald og þar væri mokaður snjór sem félagið greiddi fyrir.
Erna Nielsen talaði um að ef fólk æki um bara á 30 km hraða þá yrði ekki svona mikið ryk á veginum og að nauðsynlega þyrfti að rykbinda hann. Lárus sagði að það lægi fyrir að rykbinda um mánaðarmótin júní-júlí.
Þorkell Guðmundsson spurði hvort ekki væri hægt að fá snjómokstur inn á afleggjarana.
Hjálmar spyr hvort fólk í Stóra-Árás vilji fara í að lagfæra veginn þar. Þessi spurning fékk góðar undirtektir frá eigendum þeim sem mættir voru frá því svæði.
Ellen sagði frá því þegar grein kom í blaðinu Skessuhorn þar sem greinarskrifari kallaði sumarbústaðaeigendur í Borgarfirði Afætur, Ellen skrifaði á móti í Fréttablaðið og fékk þetta mál miklar umræður í blöðum og sveitarstjórnum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 11.30
Ágústa Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.