Búið er að grafa drenlögn í brekkunni við Tannalækjahól norðanverðum og er það von okkar að með þessu aðgerðum verði komið í veg fyrir að íshella myndist á veginum þarna í brekkunni, eins og oft hefur gerst á vetrum og margir hafa lent þarna í erfiðleikum. Ástæða þessa vatnsflaums er trúlega vatnsuppspretta þarna nærri vegakantinum
Ljósleiðarvæðing í landi Jarðlangstaða.
Kæru félagar.
Félagið LJÓSBORG, sem er er félag í eigu Borgarbyggðar og sér um ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð hyggjast hefja framkvæmdir á okkar svæði fljótlega og koma hingað úr norðri, „Þórdísarbyggð“ , en þar hafa 15 frístundahús nú þegar pantað tengingu að sögn félagsins (Stangarholts byggð). Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðunni www.ljosborg.net og þar er einnig hægt að nálgast umsóknarblað. Grunngjald er ca. 250.000.- kr + tilfallandi kostnaður. Endanlegt gjald ræðst af fjölda tenginga á svæðinu!, en aðeins Lögbýli og starfandi félög eru gjaldgeng fyrir lagningarstyrkjum. Einn einstaklingur er búinn að panta í Jarðlangsstaðalandi þegar ég ræddi við fulltrúa LJÓSBORGAR.
Ég hvet því félagsmenn að kynna sér uppýsingar sem er að finna á heimasíðunni www.ljosborg.net.
Með bestu kveðjum
Lárus Atlason
formaður
Rafmagnslaust.
Rafmagnslaust verður á Mýralínu frá Beigalda að Fíflholtum á morgun 09.09.2020 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við háspennulínu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.
Yfirlit formanns 31.07.2020
Æskuminni 31.7.2020
Kæru félagsmenn.
Eins og fram kom í fyrri skrifum var það ákvörðun stjórnar að fresta aðalfundi í byrjun sumars vegna ástandsins í þjóðfélaginu útaf Covid 19. Við sögðumst ætla að endurskoða þessa ákvörðun þegar liði á ágústmánuð, en nú bregður svo við að ástandið hefur aftur versnað og því nokkuð ljóst að alls ekki er ástæða til að fjölmenna á aðalfund.
Á síðasta ársfundi okkar var ákveðið að kannað yrði með kaup og uppsetningu á eftirlitsmyndavélum inn á svæðið. Rætt var við nokkra aðilja og leitað ráða um staðsetningu og fjölda myndavéla til að fylgjast með umferð inn og út af svæðinu. Niðurstaðan var að við þurfum 3 myndavélar. Í framhaldi var leitað tilboða hjá innflutningsaðila sem mælt var með. Það er skemmst frá að segja að okkur bárust tvö tilboð, það lægra hljóðaði upp á tæpar 3 miljónir og hitt upp á rúmar 5 miljónir. Það þarf ekki stjarnfræðing til að komast að þeirri niðurstöðu að bæði tilboðin voru langt langt frá okkar væntingum og því báðum kurteislega hafnað. Við teljum okkur fullviss um að mun ódýrari lausnir séu í boði og því höldum við áfram að leita.
Enginn hefur bættst við vatnsveituna það sem af er ári, en einn verður væntanlega tengdur áður en langt um líður.
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum félagsmanni að vegurinn okkar, Jarðlangsstaðavegurinn #536 var varla ökufær í vor nema helst 4×4 fjallabílum, eftir að verktaki ´sprengdi´ hann upp á nokkrum stöðum með því að flytja alltof þungan farm á veginum þegar frost var að fara úr honum. Við áttum í bréfaskriftum við Vegagerðinu útaf ástandinu ásamt jarðeigendum og Ingva Hrafni Jónssyni frá Sólvangi í landi Stangarholts. Viðbrögð Vegagerðarinnar urðu þau að keyrt var efni í verstu vilpurnar og vegurinn hefur verið heflaður nokkrum sinnum. Þá er mér tjáð að fjármunir verði eyrnarmerktir veginum og því von á frekari lagfæringum, vonandi fyrir vetrartíð.
Við hvetjum alla félagsmenn enn og aftur að þeir komi sér upp vatnsslöngu sem nær a.m.k. hringin í kringum hús sín og einnig má benda mönnum á að fáanlegar eru sérstakar „Nornaklöppur“ sem notaðar eru m.a. hjá slökkviliðum við að slá á og slökkva í sinueldum. Við viljum benda félagsmömmum á vefur á netinu ‚grodureldar.is‘ og er eins og nefnið bendir til, er hann um Gróðurelda, Forvarnir og Viðbrögð. Við hetjum alla félaga til að skoða hann nánar.
Þá er rétt að geta þess að allar rotþrær á svæðinu eiga nú að hafa verið hreinsaðar og næsta hreinsum ekki fyrr en eftir 3 ár eða 2023. Hafi einhverjir ástæðu til að ætla að ekki hafi verið hreinsað hjá þeim er viðkomandi bent á að hafa samband við Borgarbyggð.
Að margefnu tilefni eru notendur sorpgámanna minntir á að aðeins má losa þar almennt heimilissorp. Allur annar úrgangur á að fara með á sorpstöðina við Sólbakka í Borgarnesi. Vísað er á heimasíðuna varðandi opnunartíma. Félagið hefur komið fyrir skilti við gámana þar sem nánari upplisýngar er að finna.
Hér fyrir neðan er að finna uppgjör félagsins fyrir liðið ár, það er þó óendurskoðað enn sem komið er en það verður lagfært.
Ef félagsmenn hafa einhverjar fyrirspurnir fram að færa þá megi þeir sömu endilega koma þeim á framfæri hér á síðunni og við reynum að bregðast við þeim. Megi þið öll njóta sumarsins og dvalarinnar hér í nágrenni Langárbakka í sveitasælunni okkar allra.
Lárus Atlason
Formaður.
Reikningur Vatnsveitu við Langá fyrir árið 2019
2 tengigjöld við Vatnsveitu 868.608
Endurgr til 5 aðila vegana of hárra greiðslna
5 x 63.238 Samtals Kr: 316.125
Inneign á bók 31. des 2019 Kr: 6.139.110
Ágústa Guðmundsdóttir
Gjaldkeri
Reikningur Félag sumarhúsaeigenda við Langá fyrir árið 2019
Innkomin félagsgjöld 534.000
Innkomnir drv. 1.182
Innkomnir vx af reikn. 5.438
Samtals: 540.620
——————–
Gr. vegna Internets 5.980
Kaffi og kleinur v/fundar 3.680
Frímerki 7.800
Uppfærslu og þjónustugj. 40.380
Fjármagnstekjuskattur 1.196
Samtals Kr: 59.036
_____________
Inneign á bók 31. Des 2019 Kr: 2.793.737
Ágústa Guðmundsdóttir
gjaldkeri
Verslunarmannahelgin 2020.
Vegna Cov19 ástandsins í þjóðfélaginu verður enginn „Bakkasöngur“ þetta árið.
Rotþróahreinsun 2020.
Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðilja Borgarbyggðar á ROTÞRÓM, er hreynsun LOKIÐ í landi Jarðlangsstaða í ár. Næsta losun verður sumarið 2023.
Rotþroahreinsun 2020
Nú liggur fyrir staðfesting frá Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands um að þeir hyggjast hefja tæmingu rotþróa á svæðinu næstkomandi mánudaginn 13. júlí . Við viljum benda sumarhúsaeigendum á að aðgangur að rotþróm sé óheftur, þ.e.a.s. að hugsanlegar læsingar/hlið verði ólæst.
Tæming rotþróa 2020.
Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuaðila Borgarbyggðar, Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands er líklegt að byrjað verði að tæma rotþrær í næstu viku, sem hefst 13. júlí. Þegar dagsetning liggur endanlega fyrir munum við byrta upplýsingar um það hér á heimasíðunni.
Félagsgjöld fyrir 2020
Sæl verið þið aðilar í Félagi sumarhúsaeigenda við Langá. Félagsgjöld fyrir árið 2020 voru send inn á Heimabanka félagsmanna í gær
Við stefnum á að hafa Aðalfund 29. ágúst. Það verður látið vita síðar, er háð gangi mála varðandi Covid-19 og verður auglýst nánar
á heimasíðu félagsins: jard.is, og á Facebook : Félag sumarhúsaeig. við Langá Þar geta þeir aðilar sem ekki eru komnir þar inn beðið
um vinabeiðni. Einnig kemur auglýsing á Auglýsingaskiltið við ruslagámana.
Bestu kveðjur
Gústa
RUSLAGÁMAR
Að marggefnu tilefni er félögum bent á að AÐEINS HEIMILISSORP Á AÐ FARA Í ÚRGANGS GÁMANA Á SVÆÐI FÉLAGSINS!
Gámastöð Íslenska Gámafélagsins í Borgarnesi auglýsir opnunartíma: İSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ : mánudaga-föstudaga 1400-1800. Laugardaga 1000-1400. Sunnudaga 1400-1800. Símanúmer er gefið: 577 5757
SÍMI 577-5757