Greinasafn eftir: admin

Safngámur fyrir trjáúrgang/afklippur.

Stjórnin hefur ákveðið að leigja safngám undir trjáúrgang/afklippur sem staðsettur verður við hlið sorpgáms svæðisins, sem eins og áður hefur komið fram er EINUGIS undir HEIMILISSORP. Aðeins er heimilt að setja TRJÁÚRGANG/AFKLIPPUR í þennan leigugám sem verður á svæðinu frá 22. júlí til og með 2. ágúst 2016. Fram að þessum dagsetningum og eftir, bendum við   safnstöðvar t.d. í Borgarnesi.

Stjórnin.

 

Engin brenna um verslunarmannahelgi

Ákvörðun var tekin á síðasta aðalfundi að ekki yrði brenna um verslunarmannahelgi, m.a. vegna hættu á gróðureldum.

Því er algjörlega óheimilt að safna trjáúrgangi á brennu stæðið.

kv Stjórnin.

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda við Langá verður haldinn í Langárbyrgi, veiðihúsi við Langá laugardaginn 4. júní 2016 kl 10:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Vonumst til að sjá sem flest ykkar á fundi.

Stjórnin.