Rafmagnsbilun er í gangi á Mýralínu, verið er að leita að bilun. Verið er að undirbúa að koma rafmagni á eftir öðrum leiðum.
Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390
Greinasafn eftir: admin
RARIK auglýsing.
Rafmagnslaust verður á Mýralínu að Fíflholtum og álmu að Eskiholti að Litlu Gröf 10.08.2018 frá kl 01:00 til kl 04:00 vegna vinnu í aðveitustöð Vatnshömrum.
Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.Sjá nánar á www.rarik.is/tilkynningar
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.
Grugg í neysluvatni.
Orðið hefur vart við grugg í neysluvatni okkar undanfarna daga.
Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni gerðist það í síðustu viku að RARIK tók tímabundið rafmagn af dælustöð við Seleyri, en þaðan kemur u.m.þ.b. 90% af okkar neysluvatni og rest frá Grábrókarhrauni. Þannn tíma sem dælustöðin fékk ekki rafmagn kom allt vatn frá Grábrók. Vatnið sem kemur frá Grábrók er með meira gruggi en Seleryrin og því mun þetta hafa gerst.
Núna sýna mælingar á gruggi að vatnið bæði vð Seleyri og Borgarnes er nánast alveg tært, eða 10% af leyfilegu gildi.
Mistök: innheimtukrafa í heimabanka
AÐ GEFNU TILEFNI:
Aðalfundur 2018
Aðalfundur 2018
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Langárbyrgi (Veiðihúsinu við Langá) laugardaginn 2. júní 2018 og hefst stundvíslega kl 10:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Vonumst til að sjá sem flest ykkar á fundinum.
Stjórnin.
Rafmagnsleysi
noreply@rarik.is
16:58
Rafmagnslaust verður frá Tungulæk og vestur að Fíflholti 14.11.2017 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Sjá nánar á vef rarik undir tilkynningar .
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.
27.07.2017 kl: 20:54 Bilun á Mýrarlínu
Búið er að finna bilunina á Mýrarlínu og reiknað með að viðgerð ljúki um kl: 22:00 og þá þarf að taka rafmagn af frá Tungulæk í stutta stund til tenginga. Gæti orðið eitthvað fyrr.
27.07.2017 kl: 17:38. Rafmagnsbilun á Mýrarlínu
Rafmagnsbilun er í gangi á Mýralínu, verið er að leita að bilun.
Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390
Hreinsun ROTÞRÓA.
Verktakar sem sjá um hreinsun rotþróa höfðu samband í dag og tjáðu okkur að þeir ætla að hefja losun ROTÞRÓA strax á morgun föstudaginn 7. júlí. Vinsamlegast gangið þannig frá að hægt verði að nálgast rotþrær ef þið eruð ekki á staðnum.
Aðalfundur 2017
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Langárbyrgi (Veiðihúsinu við Langá) laugardaginn 3. júní 2017 og hefst stundvíslega kl 10:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Vonumst til að sjá sem flest ykkar á fundinum.
Stjórnin.