Útskolun á aðveituæð Grábrókarveitu.

Mánudaginn 10 október verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu er liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes og upp á Bifröst.

Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulögninni en þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á.

Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 10 október til 21 október.  Þeir íbúar sem búa Borgarnes megin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 17 október til 21 október.

Á verktímanum má búast við lægri þrýsting á kaldavatninu og einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.  í einhverjum tilfellum gæti orðið vatnslaust í skamman tíma hjá einstaka notendum

Veitur vona að viðskiptavinir sýni okkur þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þeir farnir að þekkja þetta ferli sem hefur verið gert undanfarin ár.

Kær kveðja,

Gissur Þór Ágústsson

Sérfræðingur í rekstri vatns-, hita- og fráveitu
Vatnsveita og fráveita / Veitur