Grábrókarveita útskolun aðveitulagnar dagana 25 apríl til 6 maí 2022.

Góðan daginn kæru viðskiptavinir.

Mánudaginn 25. apríl verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.

Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni en þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.

Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 25. apríl til 6 maí. Þeir íbúar sem búa Borgarnesmegin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 2 maí til 6 maí.

Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.

Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þeir farnir að þekkja þetta ferli sem hefur verið gert undanfarin ár.

Kær kveðja,

Gissur Þór Ágústsson

Sérfræðingur í rekstri vatns-, hita- og fráveitu
Vatnsveita og fráveita / Veitur
Sími: 516 6000 | Farsími: 6177320 | Netfang: Gissur.Thor.Agustsson@veitur.is
Veitur | www.veitur.is