Vatnsveitu vandamál.

Kæru félagar sem eruð einnig í vatnveitufélaginu.
Nú virðist það hafa gerst aftur sem gerðist fyrir tveimur árum, en þá fraus í vatnlögninni, þannig að vatnlaust var á stórum hluta Tannalækjarhóla í ca. 3 mánuði. Á þeim tíma vissi ég að auk okkar sem erum í Tannalækjarhólum au8 var einnig vatnslaust hjá Birgi Guðmundssyni í Tannalækjarhólum au7.
Síðar komst ég að því að það hafði orðið vatnslaust hjá Arnari Ingólfssyni sem er með hús norðaustan megin á hæðinni. Arnar hélt á sínum tíma að það hefði verið heimæðin hjá sér sem hafi frosið og gerði ekkert frekar í málinu. Kannski voru fleiri í sömu stöðu þá án þess að félagsmenn fengju að vita af því. Á sama tíma var ekki vatnslaust hjá Gústu og Sissa í Rjóðri í T ve1-2. Þess vegna eru líkur til að frosttappinn hafi verið einhver staðar á milli þeirra og Arnars
Nú hef ég staðfestar fregnir af því að það varð vatnslaust í síðustu viku í T au7 uppi á hæðinni hjá Sæunni Kolbrúnu Guðmundsdóttur, hjá Berki Aðalsteinssyni í T ve6 og okkur í T au8.
Um leið og ég vil vara ykkur við hættunni á að eitthvert ykkar sem eigið hús á þessu svæði gætuð lent í að mæta í vatnslaust hús, að hvertja ykkur til að tékka á ykkar húsi sem allra fyrst og láta okkur hin vita hvort þið eruð með rennandi vatn eða ekki.
Slíkar upplýsingar geta hjálpað okkur við að þrengja svæðið sem frosttappann getur verið á og þannig verður mögulega hægt að grafa þetta upp og lagfæra til framtíðar með lágmarks tilkostnaði.
Bestu kveðjur,
Arinbjörn í Bræðratungu, T au8.