Ljósleiðarvæðing í landi Jarðlangstaða.

Kæru félagar.
Félagið LJÓSBORG, sem er er félag í eigu Borgarbyggðar og sér um ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð hyggjast hefja framkvæmdir á okkar svæði fljótlega og koma hingað úr norðri, „Þórdísarbyggð“ , en þar hafa 15 frístundahús nú þegar pantað tengingu að sögn félagsins (Stangarholts byggð). Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðunni www.ljosborg.net og þar er einnig hægt að nálgast umsóknarblað. Grunngjald er ca. 250.000.- kr + tilfallandi kostnaður. Endanlegt gjald ræðst af fjölda tenginga á svæðinu!, en aðeins Lögbýli og starfandi félög eru gjaldgeng fyrir lagningarstyrkjum. Einn einstaklingur er búinn að panta í Jarðlangsstaðalandi þegar ég ræddi við fulltrúa LJÓSBORGAR.
Ég hvet því félagsmenn að kynna sér uppýsingar sem er að finna á heimasíðunni www.ljosborg.net.
Með bestu kveðjum
Lárus Atlason
formaður