Vatnsveitan

Tilmæli til eigenda sumarhúsa í landi Jarðlangsstaða frá Veitum

Óvenju mikið vatnsrennsli er nú í gegnum vatnsveitu sumarhúsafélagsins í landi Jarðlangsstaða. Vatnsrennslið hefur verið um 10falt meira en á sama tíma á fyrri árum. Sumarhúsaeigendur eru beðnir að skoða hjá sér sem fyrst hvort vatn sé að leka úr vatnslögn eða hvort einhverjar aðrar skýringar geta verið á þessari óvenju miklu notkun. Komi ekkert í ljós verður að grandskoða alla lögnina til að rannsaka hvar vatn er að fara óhindrað út.