Grugg í neysluvatni.

Orðið hefur vart við grugg í neysluvatni okkar undanfarna daga.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni gerðist það í síðustu viku að RARIK tók tímabundið rafmagn af dælustöð við Seleyri, en þaðan kemur u.m.þ.b. 90% af okkar neysluvatni og rest frá Grábrókarhrauni. Þannn tíma sem dælustöðin fékk ekki rafmagn kom allt vatn frá Grábrók. Vatnið sem kemur frá Grábrók er með meira gruggi en Seleryrin og því mun þetta hafa gerst.

Núna sýna mælingar á gruggi að vatnið bæði vð Seleyri og Borgarnes er nánast alveg tært, eða 10% af leyfilegu gildi.