Góðan daginn.
Áætlað var að útskolun á Grábrókarlögn lyki í dag.
Verkinu lýkur hins vegar ekki fyrr en þriðjudaginn 7 maí.
Góðan daginn.
Áætlað var að útskolun á Grábrókarlögn lyki í dag.
Verkinu lýkur hins vegar ekki fyrr en þriðjudaginn 7 maí.
Góðan daginn kæru viðskiptavinir.
Mánudaginn 22. apríl verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.
Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni. Þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.
Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 22. apríl til 3 maí. Þeir íbúar sem búa Borgarnes megin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 29. apríl til 3. maí
Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting og í einstaka tilfellum vatnsleysi á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.
Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni verkefninu þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þið farin að þekkja þetta ferli vel þar sem þetta er gert tvisvar á hverju ári.
Rafmagnslaust verður á Mýrum 10.04.2024 frá kl 12:00 til kl 16:00 vegna viðhalds á dreifikerfi RARIK.
Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Tilkynningar.arcgis@rarik.is | 08:02 (fyrir 5 klukkustundum) | ![]() ![]() ![]() | |
til larus.atlason![]() |
Rafmagnsleysi varð á Mýrum fyrr í morgun.Rafmagn er komið aftur á. Bilanaleit er í gangi út frá Aðveitustöðinni Vatnshömrum. Nánari upplýsingar veitir Stjórnstöð RARIK í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Góðan daginn kæru viðskiptavinir.
Mánudaginn 2. október verður byrjaða að skola út aðveituæð Grábrókarveitu sem liggur fá dælustöðinni í Grábrókarhrauni og niður að Borgarnes.
Þessa útskolun er gerð að jafnaði á sex mánaða fresti og er það gert til að skola grugg úr aðveitulöglögninni en þetta er gert til að tryggja eins hreint neysluvatn og kostur er á til viðskiptavina okkar.
Búast má við að verkið taki um tvær vikur frá 2 október til 13 október. Þeir íbúar sem búa Borgarnesmegin við Galtarholt verða væntanlega ekki varir við vinnu Veitna fyrr en 9. október til 13 október.
Á verktímanum má búast við lægri/lágum þrýsting og í einstaka tilfellum vatnsleysi á kaldavatninu meðan á útskolun stendur, einnig má búast við einhverju gruggi í vatninu.
Veitur vona að viðskiptavinir okkar sýni verkefninu þolinmæði og umburðarlyndi í þessari vinnu okkar enda eru þið farin að þekkja þetta ferli vel þar sem þetta er gert tvisvar á hverju ári.
Kær kveðja,Gissur Þór ÁgústssonSérfræðingur í rekstri vatns‑, hita‑ og fráveituVatnsveita og fráveita / VeiturSími: 516 6000 | Farsími: 6177320 | Netfang: Gissur.Thor.Agustsson@veitur.isVeitur | www.veitur.is |
Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda við Langá.
26. ágúst 2023 í Borgarnesi.
Formaður setti fund kl: 14 og bauð fundarmenn velkomna og gerði að tillögu sinni að Harald B Alfreðsson yrði fundarstjóri og Fjóla Svavarsdóttir yrði ritari. Báðar tillögurnar voru samþykktar.
Til fundarins var löglega boðað, á Facebook og einnig á heimasíðu félagsins www.jard.is.
Fundarstjóri kannaði lögmæti fundarins þ.e.a.s. hvort að minsta kosti 1/3 félagsmanna sé mættur, en mættir eru 18 aðilar ásamt Fanneyju Einarsdóttir sem fer með 30 umboð, en u.þ.b 30 manns eru mættir á fundinn. Í samræmi við ákvörðun á undaförnum aðalfundum leggur fundarstjóri til að haldi verði áfram með fundinn, þrátt fyrir að hann sé ekki lögmætur, enda engin stórmál sem liggja fyrir. Tillagan var samþykkt
Fundarstjóri bar upp til samþykkis síðurstu fundargerð aðalfundar, en hún hefur verið aðgengileg á heimasíðu félagsins frá því fljótlega eftir síðasta aðalfund og var hún samþykkt.
Fundarstjóri les upp dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar. Formaður Jón Elvar Guðmundsson las skýrslu:
Í stjórn sitja:
Jón Elvar Guðmundsson, formaður
Lárus Atlason
Arinbjörn Friðriksson
Fjóla Svavarsdóttir
Harald B. Alfreðsson
Varamenn í stjórn:
Samúel Guðmundsson
Lilja Theodórsdóttir
2. Skoðaðir reikningar félagsins og vatnsveitunnar lesnir upp.
Fjóla Svavarsdóttir gjaldkeri fór yfir reikningana.
Innkomin gr. Félagsgjöld 2022 534.000
Gr. Félagsgjald v/2022 6.271
Innkomnir drv. 362
Vextir af reikningi Landsb. 17.547
Samtals Kr: 558.180
Gr.v/Internet 6.293
Kaffi og kex v/aðalfund 3.089
Þjónustugj.banki,uppfærsla innh. 40.105
Fjármagnstekjuskattur 3.860
Samtals Kr: 53.347
Rekstrarafgangur Kr: 504.833
Inneign á bók 31. Des 2022 Kr: 4.100.590
Vatnsveita
Árið 2022 tengdist 1 nýr við vatnsveituna. 463.986
Vextir af reikningi Kr: 183.360
Fjármagnstekjuskattur Kr: 40.339
Inneign á bók vatnsveitunnar 31 des 2022 Kr: 7.199.658
Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins og vatnsveitu bornir upp til samþykktar og samþykkt samhljóða.
3. Kosning formanns.
Jón Elvar Guðmundsson gefur áfram kost á sér.
Og var hann samþykktur sem formaður áfram.
4. Kosning stjórnar.
Lárus Atlason, Arinbjörn Friðriksson, Fjóla Svavarsdóttir og Harald B Alfreðsson gefa áfram kost á sér í stjórn og samþykkt með lófaklappi.
5. Kosning varamanna í stjórn.
Samúel Guðmundsson og Lilja Theodórsdóttir tilnefnd og samþykkt með lófaklappi.
6. Kosning skoðunarmanna ársreikninga.
Margrét G Andrésdóttir og Halldóra F Þorvaldsdóttir tilnefndar og samþykktar með lófaklappi.
7. Rekstrar og framkvæmdaráætlun næsta árs.
Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar aðrar en að koma upp eftirlitsmyndavél.
8. Árgjald félagsins.
Ákveðið var að halda árgjaldi óbreyttu, kr. 4.000.-
9. Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14.30
Fjóla Svavarsdóttir ritaði fundargerð.
Rafmagnslaust verður á Mýrarlínu frá Ferjubakka að Fíflholti 20.09.2023 frá kl 17:00 til kl 17:30 Vegna strengvæðingar. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Aðalfundur 2023 verður haldinn laugardaginn 26. ágúst kl. 14 á B59 Hótel í Borgarnesi. Hefðbundin aðalfundarstörf auk umræðu um vatnsmál fyrir þá sem eru í vatnsfélaginu.
Ef einhverjir hafa tillögur fyrir fundinn vinsamlegast hafið samband við mig.
Jón Guðmundsson, formaður jegudmundsson@simnet.is
Samkvæmt upplýsingum frá Íslenska gámafélaginu í dag eru ruslagámarnir hreinsaður ALLA föstudaga, þeim var tilkynnt um að þeir væru yfirfullur. Þá var einnig haft samband við Björgunarsveitina Brák en þeir eru með flösku söfnunargáminn.
„Rotþrær á svæðinu verða hreynsaðar vikuna sem byrjar 14. ágúst af Hreynsitækni. Vinsamlega hafið hlið ÓLÆST þá vikuna til að tryggja óhindrað aðgengi verktaka“.